Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 13:17 FBI á vettvangi í New York. vísir/getty Borgarstjórinn í New York, Eric Adams, segir að byssumaðurinn sem myrti fjóra í skrifstofubyggingu á Manhattan hafi ætlað sér að komast inn á skrifstofu NFL-deildarinnar. Byssumaðurinn var hinn 27 ára gamli Shane Tamura og spilaði amerískan fótbolta. Hann hélt því fram að hann hefði CTE og kenndi NFL-deildinni um þó svo hann hafi aldrei náð að spila í deildinni. CTE er heilaskaði sem myndast ef einstaklingar verða fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. „Hann virðist hafa kennt NFL um sitt ástand. Hann ætlaði sér þangað en tók vitlausa lyftu,“ segir Adams borgarstjóri en einn starfsmaður á skrifstofu NFL er engu að síður alvarlega slasaður eftir árásina. Tamura var með miða á sér þar sem hann segist vera með CTE og fer fram á að heilinn í sér verði rannsakaður þar sem hann sé nú látinn. Hann fyrirfór sér eftir árásina. Á miðanum vitnar Tamura einnig í fyrrum NFL-stjörnuna Terry Long sem fékk CTE og endaði líf sitt með því að drekka frostlög. „Að spila fótbolta eins og Terry Long varð þess valdandi að ég drakk frostlög. Ekki fara gegn NFL-deildinni því hún mun kremja þig,“ ku standa meðal annars á miðanum. „Vinsamlega rannsakið heilann minn. Mér þykir þetta miður. Deildin er viljandi að fela hversu hættulegt það er fyrir heilann að spila íþróttina til þess að hámarka sinn gróða.“ Staðfest er að Tamura hefur átt við geðræn vandamál að stríða. NFL Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira
Byssumaðurinn var hinn 27 ára gamli Shane Tamura og spilaði amerískan fótbolta. Hann hélt því fram að hann hefði CTE og kenndi NFL-deildinni um þó svo hann hafi aldrei náð að spila í deildinni. CTE er heilaskaði sem myndast ef einstaklingar verða fyrir ítrekuðum höfuðhöggum. „Hann virðist hafa kennt NFL um sitt ástand. Hann ætlaði sér þangað en tók vitlausa lyftu,“ segir Adams borgarstjóri en einn starfsmaður á skrifstofu NFL er engu að síður alvarlega slasaður eftir árásina. Tamura var með miða á sér þar sem hann segist vera með CTE og fer fram á að heilinn í sér verði rannsakaður þar sem hann sé nú látinn. Hann fyrirfór sér eftir árásina. Á miðanum vitnar Tamura einnig í fyrrum NFL-stjörnuna Terry Long sem fékk CTE og endaði líf sitt með því að drekka frostlög. „Að spila fótbolta eins og Terry Long varð þess valdandi að ég drakk frostlög. Ekki fara gegn NFL-deildinni því hún mun kremja þig,“ ku standa meðal annars á miðanum. „Vinsamlega rannsakið heilann minn. Mér þykir þetta miður. Deildin er viljandi að fela hversu hættulegt það er fyrir heilann að spila íþróttina til þess að hámarka sinn gróða.“ Staðfest er að Tamura hefur átt við geðræn vandamál að stríða.
NFL Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Sjá meira