Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 15:29 Embætti ríkislögreglustjóra segir erfitt að alhæfa um fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi þar sem erfitt sé að greina slík brot. Vísir/Anton Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu. Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu.
Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira