Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 19:14 Auglýsingaherferð American Eagle hefur farið misvel ofan í fólk. Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina. Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina.
Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26
Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp