Enski boltinn

Traf­ford segist hundrað sinnum betri í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
James Trafford og Hugo Viana, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man City.
James Trafford og Hugo Viana, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man City. Manchester City

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur staðfest markvörðinn James Trafford sem nýjasta leikmann liðsins. Hann segist mun betri leikmaður í dag en þegar hann yfirgaf félagið árið 2023.

Kaupin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma. Hinn 22 ára gamli Trafford blómstraði með Burnley í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Man City setti klásúlu í samning hans að félagið gæti keypt hann til baka fyrir ákveðna upphæð þegar hann var seldur til Burnley.

Sú klásúla hefur nú verið virkjuð og greiðir Man City 27 milljónir punda - fjóran og hálfan milljarð íslenskra króna - fyrir sinn fyrrum markvörð. Burnley er talið vilja fá Stefan Ortega, varamarkvörð Man City, í stað Trafford.

Trafford er sjötti leikmaðurinn sem Pep Guardiola bætir við leikmannahóp sinn í sumar. Hinir eru:

  1. Tijjani Reijnders frá AC Milan - Miðjumaður
  2. Rayan Aït-Nouri frá Úlfunum - Vinstri bakvörður
  3. Rayan Cherki frá Lyon - Hægri vængmaður
  4. Sverre Nypan frá Rosenborg - Miðjumaður
  5. Marcus Bettinelli frá Chelsea - Markvörður

Enski markvörðurinn segir í viðtali við vefsíðu Man City að hann sé hundrað sinnum betri markvörður í dag en þegar hann yfirgaf félagið fyrir tveimur árum síðan.

„Ég hef bætt mig á öllum sviðum, bæði sem manneskja og sem leikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×