Enski boltinn

Með á fót­bolta­spjöldum þrátt fyrir á­kæru vegna nauðgunar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Partey ásamt Mikel Arteta og Kai Havertz í nóvember á síðasta ári.
Partey ásamt Mikel Arteta og Kai Havertz í nóvember á síðasta ári. Eric Verhoeven/Getty Images

Thomas Partey, fyrrverandi miðjumaður Arsenal sem hefur verið kærður fyrir nauðgun, verður hluti af þeim leikmönnum sem hægt verður að fá í pakka af Topps-fótboltaspjöldum á komandi leiktíð.

Það er The Athletic sem greinir frá. Þar segir að lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft til maí á þessu ári með að senda inn lista til Topps yfir þá leikmenn sem ættu að vera á spjöldunum.

Arsenal gaf grænt ljós að hinn 32 ára gamli Partey yrði með áður en samningur hans við félagið rann út i júní. Hann var í kjölfarið ákærður fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum. Partey neitar sök.

Spjöldin fara í sölu í næsta mánuði. Enska úrvalsdeild karla hefst svo að nýju með leik Liverpool og Bournemouth þann 15. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×