Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 08:27 Vík í Mýrdal er svo vinsæll áfangastaður ferðamanna að mörgum þykir um of. Vísir/Vilhelm Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg. Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar ræddi neikvæðar hliðar fjöldaferðamennskunnar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær en ferðamannaþreytu gætir enn meira á Íslandi. Í síðasta tölublaði Heimildarinnar er fjallað um ferðamannalandið Ísland sem Ingibjörg kallar í leiðara hið nýja Ísland. Allt miðað við ferðamenn Hún segir vandamál ferðamannaiðnaðarins fyrst og fremst stafa af því að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja ferðaþjónustunni skýran ramma vegna þess hve ört hún óx. Sjá einnig: Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga „Það sem ég upplifi mjög sterkt þegar ég ferðast um Ísland er að hér er að verða ákveðið rof á milli margra Íslendinga og svo ferðaþjónustunnar þar sem öll skilti eru á ensku, þjónusta er á ensku og afþreying miðar að ferðamönnum. Öll mótun umhverfisins er út frá ferðaþjónustu en ekki okkur sem búum hérna,“ segir Ingibjörg. Hún segir einnig hafa myndast gjá milli hins almenna ferðamanns, íslensks og erlends, og þeirra sem eiga efni á að kaupa sér kyrrðina sem sé eitt helsta aðdráttaraflið í ferðamennskunni en hverfi hratt með örri fjölgun þeirra ferðamanna sem koma til landsins. Þyrlur rjúfi hálendiskyrrðina Ingibjörg tekur til dæmis Múlagljúfur þar sem ferðamaðurinn gat áður notið kyrrðarinnar og ósnortinnar náttúrunnar en nú sækja það yfir 120 þúsund ferðamenn á ári. Fólk eyði hundruðum þúsunda fyrir kyrrðina sem sé nú rofin af reglulegum hávaða þyrlna. „Þetta er ör breyting á íslensku samfélagi sem er ekki endilega auðvelt að snúa við,“ segir Ingibjörg. Hún segir samþjöppun einnig færast í aukana í ferðaþjónustunni. „Langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni eru lítil og með tímanum mun þessum litlu fyrirtækjum fækka. Kynnisferðir er dæmi um fyrirtæki sem sameinaðist félagi sem sá um fjárfestingar í ferðaþjónustu fyrir lífeyrissjóði,“ segir hún. Björgunarsveitir komi að útförum í Mýrdal Umfjöllun Heimildarinnar um systkin sem stóðu í því að bola ágengum ferðamönnum burt frá útför föður þeirra hefur einnig vakið mikla athygli. Sýn hefur einnig fjallað um svipuð vandræði sem starfsmenn Hallgrímskirkju hafa þurft að glíma við. „Ferðamennirnir voru þarna úti um allt eins og einhverjir álfar í lúpínunum,“ segir Ingibjörg um ferðamennina sem vildu komast inn í útförina í Vík. Ágengi ferðamanna hafi ekki aðeins áhrif á helgihald Mýrdælinga heldur raunar alla anga lífsins þar. „Fólk lýsir því að matvöruverslunin tekur mið af ferðamönnum og fólk á erfitt með að kaupa sér mat og fólk þarf að fara á Selfoss. Rotþróin ræður ekki við ferðamennina og stundum lyktar í bænum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þó að ferðamenn séu mikilvægur iðnaður hér á landi verði að hafa það í huga að fyrir það gjöldum við á ýmsan hátt. „Ferðamannaiðnaðurinn er mikilvægur og hefur verið mikilvægur fyrir okkar hagkerfi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og svo heimsfaraldurinn, þess vegna held ég að stjórnvöld hafi veigrað því fyrir sér að setja reglur um þetta. En á endanum erum við að borga fyrir þetta með breytingum á samfélaginu og breytingum á náttúrunni,“ segir Ingibjörg.
Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Loftgæði Reykjavík síðdegis Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira