Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 10:33 Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þáverandi utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira