Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 10:33 Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þáverandi utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira