Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 08:00 Arne Slot getur ekki kvartað yfir skorti á fé til leikmannakaupa hjá Liverpool í sumar. Robin Jones/Getty Images Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins. Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira