Innlent

Of­beldi gegn eldri borgurum oft hulið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um ofbeldi gegn eldri borgurum hér á landi en teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir oft afar erfitt að varpa ljósi á slík mál.

Þá fjöllum við um yfirvofandi verndartolla sem gætu lagst á járnblendi og kísiljárn á næstunni. Við ræðum við lagaprófessor sem segir enn margt á huldu um málið og að það gæti endað fyrir EFTA-dómstólnum.

Einnig verður rætt við lögregluna sem í gær sendi frá sér mynd af mönnum sem eru eftirlýstir fyrir þjófnað á eldsneyti en myndinni hafði verið gjörbreytt frá því sem var áður.

Og í sportpakkanum verður fjallað um Evrópukvöldið sem framundan er hjá þremur íslenskum fótboltaliðum.

Klippa: Hádegisfrétir 31. júlí 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×