„Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 13:31 Martin Hermannsson naut sín með fjölskyldunni í sumar en nú tekur alvaran við. Vísir/Ívar „Líkamlega hef ég sjaldan verið betri á þessum tíma árs,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, um standið á sér. Martin hefur glímt við meiðsli undanfarin ár en er klár í slaginn fyrir EM og hefur haldið sér vel við í sumar. „Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
„Auðvitað vantar upp á form og opna lungun og allt þetta. En ég er sáttur miðað við allt, fyrri störf og svoleiðis. Mér líður vel líkamlega en það vantar nokkra gíra upp að maður sé kominn í sitt besta stand. Sem betur fer eru nokkrir dagar í mót svo það er ennþá tími,“ segir Martin. Klippa: Fjölskyldan átti sumarið en nú tekur alvaran við Hefur hlakkað til æfinganna Hann naut sumarsins þá vel með fjölskyldunni og kom víða við á landinu í fríi hér heima. „Það var þessi týpíski Íslendingur. Maður fór upp í sumarbústað, í útilegu og aðeins erlendis. Fyrst og fremst að njóta þess með fjölskyldunni og vera heima. Maður var svolítið í faðmi fjölskyldunnar, en reyna að halda sér í formi líka. Með aldrinum verður þetta erfiðara og ég er eiginlega verri þegar ég stoppa – því lengur sem ég stoppa því verri verð ég – þannig að ég verð að halda mér gangandi á hverjum einasta degi,“ segir hinn háaldraði Martin, sem verður 31 árs í september. „Þetta hefur verið frábært sumar en verið tilhlökkun fyrir þessu augnabliki í dálítinn langan tíma. Maður hefur beðið eftir því að mæta á fyrstu æfinguna, skrýtið en líka spennandi að það sé komið að því.“ Vonar að fjölskyldan sé ekki orðin þreytt á sér Veturinn var aðeins frábrugðin þeim sem fyrir voru hjá kappanum. Kona hans og börn voru mestmegnis heima á Íslandi á meðan hann var í Berlín að stunda sína iðju. Það var því sérstök áhersla lögð á fjölskylduna í sumar. „Það var númer eitt, tvö og þrjú að koma heim og knúsa þau sem mest. Vonandi eru þau ekki orðin of pirruð á mér að ég sé svona mikið heima allt í einu. Ég er með einn eins árs og einn sjö ára svo það hefur verið mikið líf og fjör.“ Annað hlutverk í þetta skiptið „Maður er orðinn einn af eldri mönnunum núna í þessu liði. Það er skrýtið,“ segir Martin sem kom einnig inn á aldur sinn og fyrri störf að ofan. Hann er vissulega aðeins rétt skriðinn á fertugsaldurinn en er þrátt fyrir það á meðal eldri manna í landsliðinu. Hann var 23 ára síðast þegar Ísland fór á stórmót, og finnur fyrir breytingu á hlutverki innan hópsins frá því sem var á EM 2015 og 2017. „Allt í einu þarf ég að hugsa eitthvað núna. Ég var alltaf einn af þessum ungu gaurum sem kom bara og skaut og þurfti ekki að pæla í neinu. Nú er maður hinu megin við borðið að sýna gott fordæmi og vera fyrirmynd og sýna mönnum hvernig á að gera þetta. Á sama tíma eru það mikil forréttindi og virkilega spennandi að vera einn af fáum sem er að fara í þriðja skiptið,“ „Ég hélt þetta væri sjálfsagt mál 2015 og 2017, að ég væri að fara á tveggja ára fresti. En allt í einu eru komin átta ár núna og það á heldur betur að njóta,“ segir Martin. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54 Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Félagið Ísland-Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands að sniðganga landsleik Íslands við Ísrael á komandi Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket. Liðin eigast við 28. ágúst næstkomandi. 31. júlí 2025 11:54
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer Acox segir að félagar hans í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta hafi kallað eftir kröftum hans í einkasamtölum í sumar. Þeir hafi boðist til að eiga orð við landsliðsþjálfarann Craig Pedersen vegna stöðu hans. 27. júlí 2025 08:01
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti