Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 23:15 Á leið til Manchester? Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira