Íslenski boltinn

ÍBV fær liðs­styrk úr Laugar­dal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eyjamenn hafa fengið nýjan mann í sínar raðir.
Eyjamenn hafa fengið nýjan mann í sínar raðir. ÍBV

Eiður Jack Erlingsson hefur fengið félagaskipti til ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Hann kemur frá Þrótti Reykjavík.

Eiður Jack er fæddur árið 2005 og hefur leikið með Þrótti Reykjavík, Þrótti Vogum og FH til þessa á ferli sínum.

Alls á hann að baki 36 KSÍ-leiki í meistaraflokki en þó engan í efstu deild. Það gæti breyst á morgun þar sem miðjumaðurinn er kominn til Vestmannaeyja og gæti verið í leikmannahóp ÍBV þegar liðið tekur á móti KR í sannkölluðum Þjóðhátíðar-fallbaráttuslag.

Eyjamenn eru með 18 stig í 9. sæti. FH, sem er sæti ofar, og KA, sæti neðar, eru einnig með 18 stig. KR er svo með 17 stig í 11. sæti.

Leikur ÍBV og KR hefst klukkan 14.00 og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×