Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar