Þessir þurfa að heilla Amorim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þessir tveir eru meðal þeirra sem eru á listanum. Getty Images/Malcolm Couzens Manchester United á enn eftir að tapa leik á undirbúningstímabilinu. Að því tilefni fór ESPN yfir hvaða leikmenn þyrftu að heilla þjálfarann Ruben Amorim til að eiga möguleika á að fá mínútur á komandi leiktíð. Eftir afhroðið á síðustu leiktíð verða Rauðu djöflarnir ekki í Evrópukeppni í vetur svo fjöldi mínútna er af skornum skammti. Félagið hefur fest kaup á þeim Matheus Cunha og Bryan Mbeumo þó svo að staðan bakvið framherjann í 3-4-2-1 leikkerfi liðsins sé líklega sú best mannað. Lærisveinar Amorim hófu undirbúningstímabilið á markalausu jafntefli við Leeds United í Svíþjóð. Þaðan hélt liðið til Bandaríkjanna þar sem það lagði West Ham United 2-1 og vann svo gríðarlega öruggan 4-1 sigur á Bournemouth. Marcus Rashford er farinn á láni til Barcelona og þá hefur Antony, Alejandro Garnacho, Jadon Sancho og Tyrell Malacia verið skipað að finna sér nýtt lið. Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn þurfa að heilla Amorim að mati ESPN til að enda ekki á sama lista og leikmennirnir nefndir hér að ofan. Maston Mount Ekki átt sjö dagana sæla í Manchester.Visionhaus/Getty Images Hefur átt erfitt uppdráttar á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Man United. Hefur aðeins spilað 13 deildarleiki vegna krónískra meiðsla. Hefur aðeins einu sinni spilað 90 mínútur, í deildarbikarnum gegn Chelsea í nóvember árið 2023. Ef Mount finnur sitt besta form gæti hann unnið sér sæti í liðinu. Hans besta staða er fyrir aftan framherjann, þar sem Amorim hefur úr fjölda leikmanna að velja. Joshua Zirkzee Zirkzee er að fara inn í sitt annað tímabil sem leikmaður Man United.Catherine Ivill/Getty Images Framherjinn, sem lýstir sér sem hvorki hreinræktaðri níu né tíu við komuna til Man Utd, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford. Hluti stuðningsfólksins baulaði hann af velli í tapi gegn Newcastle United í desember. Honum tókst að finna hluta þeirra aftur á sitt band en hann virðist ekki vera sú týpa af framherja sem Amorim vill í sínu liði. Hefur hæfileikana til að spila í stöðunni á bak við framherjann en líkt og Mount þá er nóg af mönnum í þeirri stöðu. Luke Shaw Shaw í úrslitaleik Evrópumótsins 2024.Visionhaus/Getty Images Hvað þarf að segja? Alltaf meiddur og gaf kost á sér á með landsliðinu á EM 2024 þrátt fyrir að missa af síðustu mánuðum tímabilsins þar á undan vegna meiðsla. Var svo meiddur nær allt síðasta tímabil að venju. Gæti hreinlega fengið sénsinn þar sem Amorim vill örvfættan leikmann sem líður vel á boltanum í þriggja manna varnarlínu sinni. Kobbie Mainoo Hvar passar Kobbie inn í leikkerfi Rauðu djöflanna?James Gill/Getty Images Það efast enginn um hæfileika hins tvítuga Kobbie. Hvar hann passar samt inn í leikkerfi Amorim er stærsta spurningin? Hefur sýnt sínar bestu hliðar sóknarlega þegar hann er flæðandi vinstra megin á miðjunni. Hefur þó ekki verkfærin til að spila sem annar af djúpu miðjumönnum liðsins, hvað þá ef Bruno Fernandes verður við hliðina á honum. Amorim hefur sagt að hann sé með „stór plön“ er kemur að Kobbie en hefur jafnframt sagt að leikmaðurinn þurfi að auka hraðann sem hann spilar á. „Við spilum einn leik á viku á næstu leiktíð og samkeppnin er mikil.“ André Onana Var fenginn til að gera liðið betur spilandi þar sem forveri hans David De Gea var ekki nægilega góður með boltann í fótunum. Onana hefur hins vegar í raun búið til fleiri vandamál en hann hefur leyst. Félagið virðist nú í leit að markverði sem sérhæfir sig í að verja boltann og því óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá markverðinum litríka frá Kamerún. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Eftir afhroðið á síðustu leiktíð verða Rauðu djöflarnir ekki í Evrópukeppni í vetur svo fjöldi mínútna er af skornum skammti. Félagið hefur fest kaup á þeim Matheus Cunha og Bryan Mbeumo þó svo að staðan bakvið framherjann í 3-4-2-1 leikkerfi liðsins sé líklega sú best mannað. Lærisveinar Amorim hófu undirbúningstímabilið á markalausu jafntefli við Leeds United í Svíþjóð. Þaðan hélt liðið til Bandaríkjanna þar sem það lagði West Ham United 2-1 og vann svo gríðarlega öruggan 4-1 sigur á Bournemouth. Marcus Rashford er farinn á láni til Barcelona og þá hefur Antony, Alejandro Garnacho, Jadon Sancho og Tyrell Malacia verið skipað að finna sér nýtt lið. Hér að neðan má sjá hvaða leikmenn þurfa að heilla Amorim að mati ESPN til að enda ekki á sama lista og leikmennirnir nefndir hér að ofan. Maston Mount Ekki átt sjö dagana sæla í Manchester.Visionhaus/Getty Images Hefur átt erfitt uppdráttar á fyrstu tveimur tímabilum sínum hjá Man United. Hefur aðeins spilað 13 deildarleiki vegna krónískra meiðsla. Hefur aðeins einu sinni spilað 90 mínútur, í deildarbikarnum gegn Chelsea í nóvember árið 2023. Ef Mount finnur sitt besta form gæti hann unnið sér sæti í liðinu. Hans besta staða er fyrir aftan framherjann, þar sem Amorim hefur úr fjölda leikmanna að velja. Joshua Zirkzee Zirkzee er að fara inn í sitt annað tímabil sem leikmaður Man United.Catherine Ivill/Getty Images Framherjinn, sem lýstir sér sem hvorki hreinræktaðri níu né tíu við komuna til Man Utd, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Old Trafford. Hluti stuðningsfólksins baulaði hann af velli í tapi gegn Newcastle United í desember. Honum tókst að finna hluta þeirra aftur á sitt band en hann virðist ekki vera sú týpa af framherja sem Amorim vill í sínu liði. Hefur hæfileikana til að spila í stöðunni á bak við framherjann en líkt og Mount þá er nóg af mönnum í þeirri stöðu. Luke Shaw Shaw í úrslitaleik Evrópumótsins 2024.Visionhaus/Getty Images Hvað þarf að segja? Alltaf meiddur og gaf kost á sér á með landsliðinu á EM 2024 þrátt fyrir að missa af síðustu mánuðum tímabilsins þar á undan vegna meiðsla. Var svo meiddur nær allt síðasta tímabil að venju. Gæti hreinlega fengið sénsinn þar sem Amorim vill örvfættan leikmann sem líður vel á boltanum í þriggja manna varnarlínu sinni. Kobbie Mainoo Hvar passar Kobbie inn í leikkerfi Rauðu djöflanna?James Gill/Getty Images Það efast enginn um hæfileika hins tvítuga Kobbie. Hvar hann passar samt inn í leikkerfi Amorim er stærsta spurningin? Hefur sýnt sínar bestu hliðar sóknarlega þegar hann er flæðandi vinstra megin á miðjunni. Hefur þó ekki verkfærin til að spila sem annar af djúpu miðjumönnum liðsins, hvað þá ef Bruno Fernandes verður við hliðina á honum. Amorim hefur sagt að hann sé með „stór plön“ er kemur að Kobbie en hefur jafnframt sagt að leikmaðurinn þurfi að auka hraðann sem hann spilar á. „Við spilum einn leik á viku á næstu leiktíð og samkeppnin er mikil.“ André Onana Var fenginn til að gera liðið betur spilandi þar sem forveri hans David De Gea var ekki nægilega góður með boltann í fótunum. Onana hefur hins vegar í raun búið til fleiri vandamál en hann hefur leyst. Félagið virðist nú í leit að markverði sem sérhæfir sig í að verja boltann og því óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér hjá markverðinum litríka frá Kamerún. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira