Körfubolti

Stórt tap á Ítalíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martin Hermannsson er aðalmaður íslenska landsliðsins.
Martin Hermannsson er aðalmaður íslenska landsliðsins. Vísir/Anton Brink

A-landslið karla í körfubolta mátti þola 26 stiga tap þegar liðið mætti Ítalíu ytra, lokatölur 87-61. 

Leikurinn var hluti af Trentino-mótinu. Þar sem Senegal lagði Pólland er ljóst að Ítalía mætir Senegal á morgun á meðan Ísland mætir Póllandi. 

Leikirnir sem Ísland leikur á Ítalíu eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Þar leikur Ísland í D-riðli  ásamt Frakklandi, Slóven­íu, Póllandi, Belg­íu og Ísra­el.

Alls fóru 14 af þeim 17 leikmönnum sem tiltækir eru með liðinu til Ítalíu. Þeir Frank Aron Booker, Ragnar Nathanaelson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson voru hins vegar heima og gátu því ekkert gert í tapi dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×