Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þóra sagði að það væri löngu búið að semja við alla landeigendur á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir landeigandi. Samsett mynd Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13