Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 12:17 Sean „Diddy“ Combs, Donald Trump og Melania Trump á góðri stundu fyrir tuttugu árum síðan. Getty Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“ Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“
Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“