Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. ágúst 2025 12:17 Sean „Diddy“ Combs, Donald Trump og Melania Trump á góðri stundu fyrir tuttugu árum síðan. Getty Donald Trump virðist ekki líklegur til að náða Sean „Diddy“ Combs sem var í júlí sakfelldur fyrir að flytja fólk í vændisstarfsemi. Trump hafði áður gefið náðun Diddy undir fótinn en segir nú að „hræðilegar yfirlýsingar“ Combs um forsetann geri honum erfiðara fyrir. Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“ Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Tónlistarmaðurinn og útgáfueigandinn Sean „Diddy“ Combs var ákærður í september 2024 í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Þann 2. júlí var Diddy sýknaður í þremur liðum og sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Donald Trump Bandaríkjaforseti var spurður út í það í lok maí hvort hann hygðist náða Combs og sagðist Trump þá mundu „sannarlega skoða staðreyndirnar“ í málinu. Síðustu daga hafa fjölmiðlar vestanhafs greint frá því að Trump hafi íhugað alvarlega að náða Combs. Í gær virtist Trump þó taka af allan vafa um náðun tónlistarmógúlsins. „Ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur“ „Hann var í meginatriðum, held ég, hálfpartinn saklaus,“ sagði Trump um Diddy við Newsmax í gær. Trump sagðist ekki viss hvað Combs myndi gera næst, hann þyrfti væntanlega að sitja áfram inni. „En hann fagnaði sigri, en ég held að þetta hafi ekki verið mikill sigur,“ sagði Trump um dóminn yfir Diddy. Trump ræddi síðan við blaðamanninn um persónuleg tengsl sín við Diddy en fjöldi ljósmynda hefur náðst af þeim kauðum saman á ýmsum viðburðum gegnum tíðina. Sagðist Trump hafa átt ágætis samband við Diddy. „Okkur kom frábærlega saman. Hann virkaði eins og fínn gaur. Ég þekkti hann ekki mikið. En þegar ég bauð mig fram til forseta varð hann fjandsamlegur... Það er erfitt,“ sagði Trump „Við erum manneskjur. Við viljum ekki láta hluti sljóvga dómgreind okkar, ekki satt? En þegar þú þekktir einhvern og ykkur kom vel saman og svo býðurðu þig fram til forseta og hann sendir frá sér hræðilegar yfirlýsingar. Ég veit það ekki, það er erfiðara,“ sagði hann jafnframt. „Gerir það, ef ég á að vera hreinskilinn, mun erfiðara,“ bætti hann við. Frekar nei en já við náðun Combs sagði meðal annars í viðtali við Charlamagne tha God fyrir forsetakosningarnar 2020 að Trump hefði staðið sig vel í að „setja Bandaríkin út af laginu“. „Að sjá það sem er í gangi, hvítir menn eins og Trump þurfa að vera gerðir útlægir. Þessi hugsanaháttur er mjög hættulegur. Þessi maður bókstaflega hótaði okkur og fjölskyldum okkar yfir því að kjósa,“ sagði Diddy jafnframt og sagði það forgangsmál að koma Trump úr Hvíta húsinu. Trump var spurður af Newsmax hvort svar hans við náðun Diddy væri frekar nei en já og svaraði hann: „Ég myndi segja það.“
Donald Trump Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Tengdar fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48 Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í gær að hann hafi náðað Ross Ulbricht, forsprakka vefsins Silk Road. Honum var sleppt úr fangelsi strax í gærkvöldi. 22. janúar 2025 16:48
Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. 25. nóvember 2020 21:30
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00