Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2025 12:06 Veðurspáin í Eyjum er öllu betri í dag en var fyrr um helgina. Vísir/Viktor Freyr Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt, og tvær slíkar tilkynningar hafa borist lögreglunni á Akureyri um helgina. Heilt yfir hafa hátíðarhöld víðast hvar gengið vel fyrir sig það sem af er helgi samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum um landið. Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta í nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar. Tvö minni háttar fíkniefnamál komu upp og þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í nótt að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Það fylgir því miður skemmtanahaldi stundum, en þær eru flokkaðar sem minniháttar líkamsárásir og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um alvarleg afbrot það sem af er hátíð og við vonum að það verði bara þannig áfram. Það gistu tveir fangageymslu í nótt og það var bara vegna ölvunarástands. Þeir fá bara að fara sína leið þegar þeir eru búnir að sofa úr sér.“ Ferðir Herjólfs eru aftur komnar á rétt ról en veður hefur sett strik í reikninginn fyrr um helgina. „Það er allt samkvæmt áætlun í dag, þeir eru að fara í landeyjahöfn og veðrið hefur lagast helling og spáin er bara fín fyrir kvöldið og nóttina, þannig við eigum ekki von á að það verði rof á samgöngum.“ Að frátöldu óveðrinu sem gekk yfir segir Stefán Þjóðhátíð hafa farið að mestu leyti afar vel fram. „Bara hrósa þessum krökkum, þetta eru yfirleitt þessir gestir sem eru að koma hérna, mér finnst þau vel búin, kurteis og til fyrirmyndar,“ segir Stefán. Margt um manninn fyrir norðan Gríðarlegur fjöldi fólks er á Akureyri um verslunarmannahelgina, jafnvel enn fleiri en búist var við að sögn varðstjóra. Nokkur minniháttar mál hafa komið inn á borð lögreglunnar í umdæminu, sem flest tengjast ölvun, nokkur minni fíkniefnamál en einnig tvær líkamsárásir sem báðar teljast minniháttar. Þung umferð hefur verið í umdæminu og hefur nokkur fjöldi ökumanna verið stöðvaður fyrir ofhraðan akstur. Að öðru leyti hefur helgin gengið vel fyrir sig að sögn Andra Freys Sveinssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Lögreglumál Akureyri Verslunarmannahelgin Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Sjá meira