Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2025 16:00 Frá Þórshöfn í Færeyjum. Vísir/Getty Innflutningstollur Bandaríkjanna á færeyskar vörur verður tíu prósent. Færeyingar mega þannig una við fimm prósentustigum lægri toll en Íslendingar, sem fá fimmtán prósenta toll á sínar útflutningsvörur, eins og Norðmenn. Tollarnir eiga að taka gildi þann 7. ágúst. Færeyjar eru reyndar ekki á tollalista Trumps Bandaríkjaforseta, sem Hvíta húsið birti síðastliðinn fimmtudag. Það fylgdi þó sögunni að þau lönd sem ekki væru á listanum fengju tíu prósenta toll. Færeyska Kringvarpið hefur það eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja, Niels Winther Poulsen, að tollurinn verði tíu prósent á færeyskar vörur. Kveðst hann hafa fengið það staðfest frá ræðisskrifstofu Færeyja í Washington. Óvíst er hvort Grænlendingar hafi fengið samskonar meðhöndlun og Færeyingar en Grænland er heldur ekki á tollalistanum. Helsta útflutningsvara Færeyinga er eldislax. Á Bandaríkjamarkaði keppir færeyski laxinn meðal annars við norskan og íslenskan eldislax en Bandaríkin eru stærsti kaupandi íslensks lax. Frá laxeldiskvíum Bakkafrosts í Færeyjum. Eldislax er mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga.Bakkafrost „Við fáum forskot í samkeppni við lönd sem þurfa að greiða meira í tolla, en í heildina er viðskiptastríð ekki gott fyrir Færeyjar,“ hefur Kringvarpið eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja. Engin skýring er gefin á því hversvegna Færeyingar sleppa betur. Þeir eru hvorki innan Evrópusambandsins né aðilar að EES-samningum. Ríki innan evrópska efnahagssvæðisins fengu fimmtán prósenta toll, bæði ríki Evrópusambandsins og EES-ríkin þrjú; Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í sömu stöðu og Færeyjar og Grænland, fékk hins vegar skell; 39 prósenta toll á sínar vörur. Aðeins Sýrland fékk hærri toll, 41 prósent. Þess má geta að í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2017 kynntist Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, stærsta fiskeldisfyrirtæki Færeyinga: Færeyjar Bandaríkin Lax Sjókvíaeldi Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19 Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Færeyjar eru reyndar ekki á tollalista Trumps Bandaríkjaforseta, sem Hvíta húsið birti síðastliðinn fimmtudag. Það fylgdi þó sögunni að þau lönd sem ekki væru á listanum fengju tíu prósenta toll. Færeyska Kringvarpið hefur það eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja, Niels Winther Poulsen, að tollurinn verði tíu prósent á færeyskar vörur. Kveðst hann hafa fengið það staðfest frá ræðisskrifstofu Færeyja í Washington. Óvíst er hvort Grænlendingar hafi fengið samskonar meðhöndlun og Færeyingar en Grænland er heldur ekki á tollalistanum. Helsta útflutningsvara Færeyinga er eldislax. Á Bandaríkjamarkaði keppir færeyski laxinn meðal annars við norskan og íslenskan eldislax en Bandaríkin eru stærsti kaupandi íslensks lax. Frá laxeldiskvíum Bakkafrosts í Færeyjum. Eldislax er mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga.Bakkafrost „Við fáum forskot í samkeppni við lönd sem þurfa að greiða meira í tolla, en í heildina er viðskiptastríð ekki gott fyrir Færeyjar,“ hefur Kringvarpið eftir framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Færeyja. Engin skýring er gefin á því hversvegna Færeyingar sleppa betur. Þeir eru hvorki innan Evrópusambandsins né aðilar að EES-samningum. Ríki innan evrópska efnahagssvæðisins fengu fimmtán prósenta toll, bæði ríki Evrópusambandsins og EES-ríkin þrjú; Ísland, Noregur og Liechtenstein. Sviss, sem er í sömu stöðu og Færeyjar og Grænland, fékk hins vegar skell; 39 prósenta toll á sínar vörur. Aðeins Sýrland fékk hærri toll, 41 prósent. Þess má geta að í opinberri heimsókn til Færeyja árið 2017 kynntist Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti Íslands, stærsta fiskeldisfyrirtæki Færeyinga:
Færeyjar Bandaríkin Lax Sjókvíaeldi Skattar og tollar Donald Trump Tengdar fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16 Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09 Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19 Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03 Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Sátu alvarlega fundi um tómatsósu og guacamole Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Utanríkisráðherra segir hækkun bandarískra tolla á íslenska vöru koma verulega á óvart. Stjórnvöld hafi kallað eftir samtali um hækkunina og vonir standa að samtöl hefjist strax. 1. ágúst 2025 12:16
Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær þar sem 10 til 41 prósent tollar voru lagðir á tugi viðskiptaríkja landins. Samkvæmt listanum verða tollar á vörur frá Íslandi fimmtán prósent en áður stóð til að þeir yrðu tíu prósent. 1. ágúst 2025 06:09
Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. 28. júlí 2025 11:19
Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins undirrituðu í dag viðskiptasamning sem felur í sér fimmtán prósenta heildartoll á innflutning Evrópusambandsríkja til Bandaríkjanna. 27. júlí 2025 22:03