Innlent

Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var al­veg magnað“

Agnar Már Másson skrifar
Hvalurinn sést synda hratt að bryggjunni og skjóta upp höfði í örfárra metra fjarlægð.
Hvalurinn sést synda hratt að bryggjunni og skjóta upp höfði í örfárra metra fjarlægð. Samsett Mynd

Hjörð hnúfubaka var á sundi nálægt við Hólmavík fimmtudagskvöld þegar einn þeirra tók á sprett að höfninni og skaut upp höfðinu í aðeins örfárra metra fjarlægð frá byggjunni.

„Þetta var alveg magnað,“ segir Hólmvíkingurinn Júlíus Garðar Þorvaldsson í samtali við blaðamann en heimamaðurinn sendi fréttastofu myndskeið af atvikinu, sem gerðist á fimmtudag.

Júlíus segist í fyrstu hafa orðið var við tvo til þrjá hvali í fjarska sem reyndust síðan fleiri þegar hann kom niður á bryggju. Skyndilega synti einn hvalurinn að bryggjunni og stakk höfðinu upp úr sjónum, þar sem hann hefur væntanlega verið að reka fæðu upp að yfirborði og glommað hana vo í sig, að sögn Júlíusar. 

Hnúfubakurinn var að sögn Júlíusar sex til átta metrar að lengd, eða jafnvel lengri. 

Honum segist ekki hafa brugðið enda oft sem hvalir sjást í víkinni en hann hefur aldrei séð hval synda svo nálægt höfninni. „Þetta var alveg frábært,“ bætir hann við.


Tengdar fréttir

Fjörutíu grindhvalir fastir í Ólafsfirði

Grindhvalavaða sem telur um fjörutíu hvali er föst í fjörunni við Ólafsfjarðarhöfn. Björgunarsveitarmenn hafa verið ræstir út til að reyna koma vöðunni aftur á haf út. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×