Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 09:05 Hressir Íslendingar á hátíðinni í Gimli í Kanada. Aðsend Um helgina er haldin Íslendingadagurinn í Gimli í Manitoba. Hátiðin var með stærra sniði en áður því í ár er fagnað 150 árum frá landtöku Íslendinga við Winnipegvatn. Lögð var sérstök áhersla á þau sterku tengsl sem varað hafa á milli þessara landa í 150 ár, en um leið var lögð áhersla á mikilvægi nýrra tengsla á milli þessara samfélaga. Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst. Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Hópur nítján íslenskra kvenna hafa saumað og færðu að gjöf nýjan kyrtil á fjallkonuna í Gimli en verkefnið fékk heitið “Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi”. Verkefnið var unnið undir handleiðslu og stuðningi frá „Annríki” í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Hvítur kyrtill Val á efni, litum, ísaumsaðferð og mynstri var í höndum kvenna í Gimli og þannig var fylgt áherslum, sögu og menningu fólksins í Kanada. Búningurinn er handgerður og með mynstri frá „Sigurði málara”, en hann hannaði Kyrtil og Skautbúning á 19 öld. Kyrtillinn er hvítur að lit, ísaumaður með gylltum þræði og með býsönsku mynstri sem hannað var af Sigurði og var eitt af hans fyrstu mynstrum. Forseti Íslands „Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga. Þá var einnig sýning heimafólks, eða „Fashion Show” á þjóðbúningum, bæði fyrri og seinni tíma, sem hafa varðveist og þróast í samfélaginu í Kanada,” segir Guðlaug Sigurðardóttir, ein af forsvarskonunum verkefnisins. Hér er mynd af Fjallkonunni í nýja kyrtlinum með nælu, sem fylgdi einnig, sem gjöf.Aðsend Djúp tengsl á milli landanna Fjallkonan í Gimli hefur komið fram í 101 ár eða frá árinu 1924. Þessi hefð er því eldri en á Íslandi þar sem fjallkonan kom fyrst fram árið 1947. Íslendingadagurinn í Gimli er haldinn hátíðlegur hvert ár og hefur 136 ára sögu. „Á þessum tíma hafa afkomendur Íslendinga viðhaldið sinni sögu, bæði þeir sem komu í upphafi en líka þeir sem hafa komið síðar inn í samfélagið. Það er gaman að koma og taka þátt í þessum hátíðarhöldum og finna þessi djúpu tengsl sem eru til staðar á milli þessara tveggja landa,” segir Guðlaug. Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár Tengslum Íslendinga við samfélagið í Kanada hefur verið viðhaldið í gegnum tíðina en með þessari gjöf er áhersla á að byggja upp ný tengsl og viðhalda þeim til framtíðar. Við afhendingu Kyrtilsins voru auk Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, Björn Skúlason eiginmaður forseta, Jenny Hill sendiherra Kanada á Íslandi, Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada, Vilhjálmur Wium aðalræðismaður Íslands i Winnipeg. Sigrún Ásmundsson veitti búningnum viðtöku en móðir hennar Gunnvör Daníelsdóttir Ásmundsson er fjallkonan í ár. Hún mun skrýðast kyrtlinum í fyrsta sinn á aðaldegi hátíðarinnar, sem er í dag, 4. ágúst.
Kanada Íslendingar erlendis Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent