Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2025 12:22 Auður Kjartansdóttir er framkvæmdastjóri Skógrægtarfélags Reykjavíkur. Veitur hafa frestað fyrirhuguðum framkvæmdum í Heiðmörk sem áttu að hefjast í sumar. Áformin hafa verið nokkuð umdeild en framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur fagnar frestun framkvæmda en félagið gerir athugasemdir við að umrædd framkvæmd fari ekki í gegnum deiliskipulag. Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna. Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Um er að ræða girðingarframkvæmd í tengslum við áfrorm um stækkun afgirts svæðis vegna vatnsverndar í Heiðmörk. Mbl.is greinir frá því í morgun að Veitur muni ekki hefja framkvæmdir við girðinguna í sumar líkt og til stóð. Veitur staðfesta í skriflegu svari til fréttastofu að framkvæmdir hefjist ekki í sumar, en til standi þó að þær hefjist fyrir áramót. Frestunin eigi sér eðlilegar skýringar, málið sé í undirbúningi og í eðlilegum farvegi og Veitur leggi áherslu á „að vanda vel til verka.“ Fyrirhuguð stækkun á afgirtu svæði er að kröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eins og staðan er nú er aðeins hluti brunnsvæðis vatnsverndar afgirtur. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast en þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg. Vilja málið með inn í deiliskipulag Áformin hafa sætt gagnrýni en Skógræktarfélag Reykjavíkur er meðal þeirra sem óttast að framkvæmdirnar skerði aðgengi að útivistarsvæðinu í Heiðmörk. „Við fögnum því að það sé aðeins verið að bíða með þessa miklu girðingaframkvæmd. En við höfum lagt á það þunga áherslu að þetta sé tekið inn í deiliskipulagsvinnuna,“ segir Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógrægtarfélagsins. „Það var álit Veitna að þetta væri ótengt deiliskipulagsvinnunni en það voru okkar áherslur að þetta væri hluti af deiliskipulagsvinnunni. Þannig að ef það ætti að færa til göngustíga eða ef ætti að skerða aðgengi að Heiðmörk, að þá höfum við lagt á það áherslu að aðgengi allra væri tryggt í Heiðmörk. Og það er borgaryfirvalda að finna út hvernig því skuli háttað,“ segir Auður. Málið sé nokkuð flókið í eðli sínu, en henni þyki eðlilegt að þessi framkvæmd, líkt og önnur áform í tengslum við skipulag svæðisins, sé hluti af deiliskipulagsvinnunni sem nú standi yfir. Ólíkt umræddri girðingarframkvæmd væntir Auður þess að aðgengismál bílaumferðar verði tekin með inn í deiliskipulagið. „Heiðmörk er friðland okkar allra og fagnaði 75 ára afmæli á þessu ári og það er verið að deiliskipuleggja og mikilvægt að vanda til verka þar og það sé ekki verið að taka út einhverja eina framkvæmd eins og þessa girðingaframkvæmd,“ segir Auður. Segjast munu leggja nýjan stíg á undan girðingunni Fram kemur í svari Veitna að stefnt sé að því að leggja nýjan göngustíg áður en afgirt svæði verður stækkað, en núverandi gögnuleið liggur að hluta innan þess svæðis sem til stendur að girða. „Veitur áforma að hefja framkvæmdir fyrir áramót en þá miðum við við að byrja á því að leggja nýjan stíg fyrir fólk sem nýtur útivistar. Ástæðan fyrir því er að hluti af hinum svokallaða Ríkishring fer undir áformað afgirt svæði og vilja Veitur ekki að fólk sem nýtur útivistar í Heiðmörk verði fyrir skerðingu. Í kjölfar þess að nýr stígur hefur verið lagður vilja Veitur hefja vinnu við að stækka afgirt svæði til verndar hreinu vatni. Ekki er ljóst nákvæmlega hvenær framkvæmdir hefjast enda eru þær háðar útgáfu framkvæmdaleyfis frá Reykjavíkurborg,“ segir meðal annars í svari Veitna.
Heiðmörk Vatnsból Vatnsvernd í Heiðmörk Reykjavík Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira