Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:08 Breiðablik á besta sénsinn á sæti í Sambandsdeildinni. Myndin er úr leik liðsins gegn KA í gær. vísir / diego Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira