Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. ágúst 2025 14:08 Breiðablik á besta sénsinn á sæti í Sambandsdeildinni. Myndin er úr leik liðsins gegn KA í gær. vísir / diego Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan. Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Bæði lið eiga einvígi framundan í vikunni og eftir úrslitum þar ræðst hvert þau fara næst. Breiðablik Breiðablik er á leið í einvígi gegn Zrinskij Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu. Fyrri leikurinn verður spilaður ytra en sá seinni á Kópavogsvelli. Ef Blikarnir vinna einvígið eru þeir með Sambandsdeildarsæti tryggt og fara í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni gegn sigurvegaranum úr einvígi Servette frá Sviss og Utrecht frá Hollandi. Ef Blikarnir tapa einvíginu fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni, gegn tapliðinu úr einvígi Milsami frá Moldóvu og Virtus frá San Marino. Drátturinn verður að teljast nokkuð hagstæður Breiðabliki þar sem mun sterkari lið en Milsami og Virtus voru í pottinum. Víkingur Víkingur er á leið í einvígi gegn Bröndby frá Danmörku og þarf að vinna það til að komast í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn verður í Víkinni en sá seinni ytra. Ef Víkingur tapar einvíginu er liðið úr leik og á ekki möguleika á sæti í Sambandsdeildinni. Ef Víkingarnir vinna einvígið fara þeir í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni gegn Strasbourg, sem endaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Eiga þau möguleika? Miði er möguleiki og vonin er sannarlega á lífi hjá báðum liðum en Breiðablik á margfalt betra möguleika á því að komast í Sambandsdeildina, sem er yfirlýst markmið beggja félaga. Víkingur þarf að fara í gegnum erfiðari andstæðing í báðum einvígunum og má ekki misstíga sig, á meðan Breiðablik hefur efni á því að tapa næsta einvígi. Víkingar geta þó verið nokkuð bjartsýnir fyrir einvígið gegn Bröndby, þeir fá fyrri leikinn á heimavelli og Bröndby hefur ekki unnið útileik í Evrópukeppni í síðustu þrettán tilraunum. Góð úrslit í Víkinni og þéttur varnarleikur í Danmörku ætti að skila þeim örugglega áfram. Svo verður að koma ljós hvernig Frakkarnir spila. Blikarnir geta sömuleiðis verið bjartsýnir fyrir einvígið gegn Zrinskij Mostar, þrátt fyrir að hafa tapað gegn þeim fyrir tveimur árum. Bosníska liðið vann vissulega einvígið þá, þökk sé hryllilegum fyrri hálfleik hjá Breiðablik í útileiknum, en Blikarnir unnu síðan heimaleikinn og voru alls ekki verri aðilinn. Svo búa ríkjandi Íslandsmeistararnir líka við þann lúxus að mega tapa og fá samt annan séns. Ef þeir tapa fyrir Zrinskij Mostar ættu þeir sannarlega að geta lagt lið frá Moldóvu eða San Marínó til að tryggja sætið.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira