Enski boltinn

„Við erum New­cast­le United“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Isak ræðir málin við Anthony Gordon.
Isak ræðir málin við Anthony Gordon. Stu Forster/Getty Images

Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United, segir Alexander Isak þurfa að vinna sér inn réttinn til að æfa með félaginu á nýjan leik.

Hinn 25 ára gamli Isak hefur verið þrálátlega orðaður við Englandsmeistara Liverpool í allt sumar. Meistararnir lögðu á dögunum fram himinhátt tilboð í sænska framherjann. Newcastle telur hins vegar þónokkuð margar milljónir vanta upp á til að félagið sé tilbúið að láta Isak af hendi.

Isak brást við með því að yfirgefa æfingaferð félagsins. Til að halda sér í formi fékk hann svo leyfi til að æfa með sínum fyrrum félagi, Real Sociedad, þar sem landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson ræður ríkjum.

Nú er Isak snúinn aftur til Newcastle en Howe virðist ekki tilbúinn að leyfa framherjanum að æfa með liðinu alveg strax.

„Þú þarft að vinna þér inn réttinn til að æfa með okkur. Við erum Newcastle United. Við munum ganga úr skugga um að þeir leikmenn sem fái að æfa með okkur hafi unnið sér inn þann rétt. Það getur enginn leikmaður hagað sér illa og fengið að æfa með liðinu,“ sagði Howe í viðtali.

Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport.

Hér má tryggja sér áskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×