„Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. ágúst 2025 19:22 Mörður hefur verulegar áhyggjur af því að gögn íslenska ríkissins séu geymd í skýjaþjónustu í Bandaríkjunum. Vísir/Samsett Greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins er mikið áhyggjuefni að mati framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis á Íslandi. Hann kallar eftir umræðu um málið og viðbrögðum ráðamanna, stafrænt fullveldi Íslands sé í húfi. „Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“ Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
„Trump les tölvupóstinn þinn“ er yfirskrift á aðsendri grein sem birtist á dögunum á Vísi. Höfundurinn Mörður Áslaugarson er framkvæmdastjóri vefhýsingafyrirtækisins 1984 og bendir hann á í greininni að nær öll stjórnsýsla á Íslandi sé orðin rafræn og að hún sé öll hýst í bandarískum skýjaþjónustum. Það þýði að bandarísk stjórnvöld geti á grundvelli laga um þjóðaröryggi auðveldlega nálgast þau gögn. „Og við sem verðum fyrir þessu munum aldrei vita af því,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. „Þannig ef bandarísk yfirvöld bera fyrir sig þjóðaröryggi sem er nú ákaflega teygjanlegt hugtak núorðið undir þeirri stjórn sem er í Bandaríkjunum núna, að þá bara hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna,“ Ágætt dæmi sé Fjarskiptastofa, sem Merði og félögum í 1984 ber að gera grein fyrir sínum öryggisráðstöfunum þar sem fyrirtækið er flokkað sem hluti af nauðsynlegum stafrænum innviðum íslenska ríkisins. „Fjarskiptastofa á öll sín innri samskipti meira og minna í gegnum Microsoft fyrirtækið og þessu hafa bandarísk stjórnvöld að öllu aðgengi að ef þau vilja.“ Mörður segir um þjóðaröryggismál að ræða. „Það er náttúrulega svona kannski hið stafræna fullveldi okkar. Yfirráð okkar, ríkisins og hins opinbera yfir þessum upplýsingum sem falla til um opinbera starfsemi, um íslenska ríkisborgara, að sjálfsögðu kemur þetta okkur við.“ En hvað er til ráða? „Ég get tekið dæmi. Svisslendingar eru að horfast í augu við þennan vanda og þeir hafa lagt í á þriðja hundruð milljón dollara í það einmitt að búa til heimasmíðaðar lausnir til þess að ná sér út úr þessum bandarísku Cloud umhverfum. Þetta tekur tíma, þetta er dýrt og það þarf að endurþjálfa tæknimenn og það þarf að taka skref, þetta gerist ekki fyrirhafnalaust.“
Öryggis- og varnarmál Netöryggi Stafræn þróun Bandaríkin Donald Trump Stjórnsýsla Fjarskipti Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira