Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun