Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 08:02 Elísa Kristinsdóttir var stjarnan eftir frábæra og sögulega frammistöðu i Gyðjunni. Hún hljóp hundrað kílómetra á mettíma. @sulurvertical Elísa Kristinsdóttir var stjarna dagsins á Súlum Vertical hlaupahátíðinni um Verslunarmannahelgina en hún kom langfyrst í mark í Gyðjunni sem er hundrað kílómetra fjallahlaup frá Goðafossi til Akureyrar. Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical) Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir hefur verið dugleg að bæta met sín og annarra síðustu mánuðu og ár en núna tók Elísa eitt met af henni. Elísa hefur verið þekktari fyrir afrek sín í Bakgarðshlaupum en þarna sýndi hún heldur betur styrk sinn í fjallahlaupum. Elísa gerði miklu meira en að setja nýtt met í Gyðjunni því hún bætti brautarmet Andreu um heilar níutíu mínútur eða einn og hálfan klukkutíma sem er mögnuð bæting. Elísa kom í mark á tíu klukkutímum, 45 mínútum og sautján sekúndum. Gyðjan er hundrað kílómetra fjallahlaup með 3580 metra hækkun. Hlaupið hefst við Goðafoss og þaðan er hlaupið yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði til Akureyrar, í gegnum Kjarnaskóg, upp á bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum niður í miðbæ Akureyrar. View this post on Instagram A post shared by Elísa Kristinsdóttir (@elisakristins) „Mér líður furðuvel. Ég er náttúrulega alveg hömruð í fótunum og þreytt en nokkuð góð bara. Það gekk vel í dag, sagði Elísa í viðtali á miðlum Súlu Vertical eftir hlaupið. Ætlaði hún að taka metið hennar Andreu? „Ég var með markmiðið 11:50 og ég var nokkuð viss um að ég gæti gert það en ekkert mikið betur en það. Ég var í rauninni bara ánægð með allt undir tólf tímum því það var markmiðið í dag,“ sagði Elísa sem var því mun fljótari en það markmið. Henni leið þó ekki alveg vel allan tímann. „Það var þarna eftir Kjarnaskóg og fram að Súlum sem var smá erfitt. Það var eitthvað að söltunum hjá mér. Smá svimi og eitthvað. Ég kom því í lag og kom upp úr því,“ sagði Elísa. Eftir Kjarnaskóg tók við níu hundruð metra hækkun upp á bæjarfjallið Súlur. Hún hljóp síðan niður til Akureyrar og endaði í markinu í miðjum bænum. Hvernig tilfinning var að koma í markið? „Bara sturlað. Ég þarf einhvern tíma til að átta mig á þessu því þetta er mjög óraunverulegt,“ sagði Elísa eins og sjá má hér fyrir neðan. Þorbergur Ingi Jónsson var fyrstur karla í mark í Tröllinu á nýju brautarmeti 04:01:58. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur í mark í Súlum á tímanum 02:31:27. View this post on Instagram A post shared by Súlur Vertical (@sulurvertical)
Frjálsar íþróttir Hlaup Akureyri Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Sjá meira