Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:02 Lögreglan í Vestmannaeyjum og á Akureyri segir að þrátt fyrir að erilsamt hafi verið um verslunarmannahelgina hafi helgin verið sambærileg eða jafnvel rólegri en fyrri hátíðir. Veður spilaði stóran þátt á báðum stöðum. Vísir Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“ Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
Stefán Jónsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögregluna hafa verið með mikinn viðbúnað yfir þjóðhátíð þar sem 30 lögreglumenn voru að störfum. Alls sinnti lögreglan þar 287 málum yfir hátíðina 18 hegningarlagabrot voru skráð í lögreglukerfið, flest ofbeldisbrot. Þá voru 23 sérrefsilagabrot skráð, flest áfengislagabrot og fíkniefnalagabrot. Málin eru flest öll í rannsókn. „Svona heilt yfir erum við sátt við hátíðina. Það kom þessi veðursprenging aðfararnótt laugardagins og ýmis verkefni í tengslum við það,“ segir Stefán. Stefán segir að reynslan sýni að oft sé tilkynnt um brot einhverjum dögum eftir að hátíðinni lýkur. Hann segir að enn sem komið er sé ekki gefið upp hvort kynferðisabrot hafi verið tilkynnti til lögreglu. „Við viljum ekki fara djúpt í tölfræðina að svo stöddu út af rannsóknarhagsmunum,“ segir Stefán. Hann segir að lögreglan fái iðulega talsvert af óskilamunum eftir hátíðina og hægt að grennslast fyrir um týnda muni hjá embættinu. Þá muni embættið lýsa eftir eigendum á Facebook síðu sinni. Flugeldum kastað að fólki Alls sinnti lögreglan á Akureyri þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram, 280 málum frá föstudagsmorgni og þar til í morgun. Þar af voru átta hegningarlagabrot eins og líkamsárásir, heimilisofbeldi og innbrot. Fimmtíu hraðakstursmál komu upp og átta sérrefsilagabrot eins og vopnaburður og fíkniefnamisferli. Eitt mál kom upp þar sem flugeldum var kastað að fólki en engin slasaðist. . Kristófer Hafsteinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir að ekkert kynferðisbrot hafi verið tilkynnt en oft komi tilkynningar eftir helgina. Almennt hafi gengið vel miðað við mannfjölda. „Hátíðin var rólegri en verslunarmannahelgin í fyrra en það var greinilegt að það voru fleiri í bænum en þá,“ segir Kristófer. Aðspurður um hvort gott veður hafi haft jákvæð áhrif á gesti svarar hann: „Já alveg örugglega.“
Verslunarmannahelgin Akureyri Lögreglumál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira