„Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2025 09:00 Elísa Kristinsdóttir, hlaupakona. Vísir/Ívar Elísa Kristinsdóttir kom sá og sigraði í Gyðjuhlaupinu, fjallahlaupi við Akureyri, um helgina. Hún bætti fyrra met í hlaupinu um heilar 90 mínútur. Hún trúði því vart hversu góður tími hennar var. Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hlaup Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sjá meira
Elísa hljóp 100 kílómetra í krefjandi hlaupi sem Gyðjan er. Í hlaupinu er 3580 metra hækkun, en það hefst við Goðafoss, yfir Belgsárfjall og Vaðlaheiði niður til Akureyrar í gegnum Kjarnaskóg, upp bæjarfjallið Súlur, inn á Glerárdal og að lokum aftur inn í miðbæ Akureyrar. Henni leið þó vel eftir hlaupið og endurhæfing gengið vel síðan á laugardaginn var. „Um leið og ég stoppaði fann ég, úff, hvað ég var stíf í lærunum. En ég fór beint í pottinn eftir þetta. Þegar ég kem upp úr honum er ég eins og ný og hef verið góð síðan,“ segir Elísa. Stefndi á undir tólf tíma Elísa kom í mark á tíu klukkustundum, 45 mínútum og 17 sekúndum, sem er met í hlaupinu. Hún var lang fyrst í mark og bætti fyrra met um heilar 90 mínútur. Sjálf hafði hún sett sér vægari markmið og fylgdist ekki með klukkunni á meðan hlaupinu stóð. Aðspurð hvort þetta hafi verið markmiðið segir Elísa: „Nei, alls ekki. Ég var að horfa á að fara undir tólf tíma. Ég var sátt við 11:59 og lægra. Það var það sem mig langaði.“ Tilfinningarnar voru miklar þegar Elísa kom í mark.Aðsend Hvernig var þá tilfinningin þegar þú komst í mark? „Mjög óraunveruleg. Ég trúði ekki að þetta væri að gerast. Ég var ekkert að fylgjast með tímanum í hlaupinu sjálfu. Ég vissi í raun aldrei tímann minn fyrr það voru átta kílómetrar eftir, þá fór ég að kíkja á tímann. Ég hélt ég hefði stoppað úrið, að þetta væri bara ekki rétt. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ Mikil hjálp í góðu teymi og stuðningi fjölskyldunnar Elísa hefur bætt allsvakalega á skömmum tíma í fjallahlaupunum, og líkt og áður segir er bótin á fyrra meti Andreu Kolbeinsdóttur í Gyðjuhlaupinu upp á heilar 90 mínútur. Því er vert að spyrja hvernig maður bæti sig svona svakalega á stuttum tíma? „Úff, það er góð spurning. Ég eiginlega veit það ekki. Ég er í fjallahlaupaþjálfun og fer eftir plani frá Evu og Tobba. Ég er með mjög gott teymi á bakvið mig. Sonja er búin að hjálpa mér mjög mikið. Ég er með mikinn stuðning á bakvið mig frá fjölskyldu, vinum og hlaupahópnum. Svo er þetta rosalega mikill áhugi líka. Ég reyni að gera allt til þess að ná sem bestum árangri, það er ekki bara að hlaupa, heldur hinir þættirnir líka. Það kemur allt saman,“ „Frá því í febrúar hef ég verið að vinna mikið í hraða sem hefur skilað sér í sumar. Svo hef ég tekið styrkinn mjög föstum tökum, sem er að skila,“ segir Elísa. Bakgarðshlaupin á hilluna Fjallahlaupin eiga nú hug Elísu allan. Hún hefur vakið athygli í Bakgarðshlaupunum hérlendis en þau fá frí næstu misserin. „Ég er búin að setja bakgarðsskóna mína á hilluna í bili. En þeir verða kannski teknir niður einn daginn, þegar ég er orðin eldri. Við sjáum til,“ segir Elísa. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hlaup Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sjá meira