Innlent

Ráð­stafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjald­séðum slóðum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins.

Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn formanns félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. Utanríkismálanefnd hefur verið boðuð til fundar á fimmtudaginn vegna boðaðra tolla Bandaríkjastjórnar og verndartolla ESB vegna innflutnings á kísiljárni.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá því að nú nítján árum eftir að Jökulsá á Dal var stífluð við Kárahnjúka hefur tekist að byggja upp í ánni einn stærsta laxastofn landsins. Lax sem veiddist í gær á Efri-Jökuldal ofan Stuðlagils gæti verið sá sem veiðst hefur lengst frá sjó á Íslandi.

Hinsegin dagar voru formlega settir við Ráðhúsið í Reykjavík í dag en "Samfélag skapar samstöðu" er yfirskrift hátíðarinnar í ár.

Þetta og fleira í kvöldfréttum slaginu klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×