Fótbolti

Brann á toppinn og Lyngby skreið á­fram í bikarnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diljá Ýr Zomers kom við sögu hjá Brann sem skaust á toppinn.
Diljá Ýr Zomers kom við sögu hjá Brann sem skaust á toppinn. vísir/getty

Íslendingar voru á ferðinni í skandinavíska boltanum í kvöld.

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga sem gerði 1-1 jafntefli við Lyn.

Diljá Ýr Zomers spilaði síðasta hálftímann fyrir Brann sem vann 3-0 útisigur á Bodö/Glimt.

Brann er á toppi deildarinnar eftir leiki kvöldsins. Stigi á undan Vålerenga.

Í danska bikarnum komst Lyngby áfram í bikarnum með 0-1 útisigri á Helsingör. Ísak Snær Þorvaldsson var í liði Lyngby og spilaði í 70 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×