Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:36 „Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar. aðsend Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira