Lars sendi kveðju til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2025 10:02 Lars Lagerbäck á hækjum út í garði og svo þegar hann stýrði íslenska landsliðinu í síðasta skiptið á EM 2016. @valurfótbolti/Getty/Michael Regan Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var að aflýsa ferð til Íslands eftir að hafa orðið fyrir slysi í garðinum sínum. Hann lofar að bæta ungum Valsmönnum það upp. Lagerbäck fór úr mjaðmarlið, þurfti tafarlaust að fara í aðgerð, og gat því ekki þjálfað í Valsakademíunni í ár. Hann ætlaði þar að þjálfa með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands og fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og þeir þar með að endurnýja samstarf sitt frá því að þeir komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu. Lars sendi kveðju til Íslands sem birtist á miðlum Valsmanna og sjá má hér fyrir neðan. „Halló allir í Val. Ég vil senda ykkur smá skilaboð frá Svíþjóð,“ byrjaði Lars þar sem hann stóð með hækjurnar sínar á veröndinni fyrir utan húsið sitt. „Þetta er kveðja frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér í formi. Mér þykir það svo leitt að geta ekki komið til Íslands því ég hlakkaði mikið að sjá ykkur öll í Val og líka til að koma aftur til Íslands. Ég ætlað að hitta þar fullt af vinum mínum,“ sagði Lars. „Ég vil koma aftur, kannski á næsta ári eða jafnvel seinna á þessu ári. Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hlakka til þess. Ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur,“ sagði Lars. „Allir þjálfarar og allir leikmenn í Val. Haldið áfram að leggja ykkur fram við æfingar og vonandi sé ég fullt af leikmönnum úr Val spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni,“ sagði Lars og endaði auðvitað á íslensku: „Áfram Ísland,“ sagði Lars. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti) Landslið karla í fótbolta Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Lagerbäck fór úr mjaðmarlið, þurfti tafarlaust að fara í aðgerð, og gat því ekki þjálfað í Valsakademíunni í ár. Hann ætlaði þar að þjálfa með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands og fyrrum landsliðsþjálfara Íslands, og þeir þar með að endurnýja samstarf sitt frá því að þeir komu íslenska landsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu. Lars sendi kveðju til Íslands sem birtist á miðlum Valsmanna og sjá má hér fyrir neðan. „Halló allir í Val. Ég vil senda ykkur smá skilaboð frá Svíþjóð,“ byrjaði Lars þar sem hann stóð með hækjurnar sínar á veröndinni fyrir utan húsið sitt. „Þetta er kveðja frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér í formi. Mér þykir það svo leitt að geta ekki komið til Íslands því ég hlakkaði mikið að sjá ykkur öll í Val og líka til að koma aftur til Íslands. Ég ætlað að hitta þar fullt af vinum mínum,“ sagði Lars. „Ég vil koma aftur, kannski á næsta ári eða jafnvel seinna á þessu ári. Ég veit ekki hvernig það verður. Ég hlakka til þess. Ég sendi ykkur öllum bestu kveðjur,“ sagði Lars. „Allir þjálfarar og allir leikmenn í Val. Haldið áfram að leggja ykkur fram við æfingar og vonandi sé ég fullt af leikmönnum úr Val spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni,“ sagði Lars og endaði auðvitað á íslensku: „Áfram Ísland,“ sagði Lars. View this post on Instagram A post shared by Valur Fótbolti (@valurfotbolti)
Landslið karla í fótbolta Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira