Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 11:02 Sigurjón Baldur, Sigurður Gylfi og Þóra saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti og faglegum vinnubrögðum að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Akademískir starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands segja þekkingarfyrirtækið Rafmennt nota nöfn þeirra í blekkingarskyni að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Verið sé að auglýsa háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. „Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Fyrirtækið Rafmennt auglýsir nú starfsemi, rannsóknir, akademíska stöðu og gæðakerfi í nafni Kvikmyndaskóla Íslands – án þess að sú starfsemi eigi sér stoð í raunveruleikanum. Þar er fullyrt að við undirritaðir gegnum formlegum stöðum, sem formaður rannsóknarráðs og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi – sem við gerum ekki undir stjórn þessara aðila,“ segir í yfirlýsingu sem þrír akademískir starfsmenn skólans sendu frá sér í morgun. Starfsmennirnir eru dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands og formaður rannsóknarráðs KVÍ/IFS, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fulltrúi í dómnefnd um akademískt hæfi starfsmanna KVÍ/IFS og Þóra Fjeldsted,MA, sérfræðingur Tmakk eignarhaldsfélags KVÍ/IFS. Forsaga málsins er sú að eftir erfiðan rekstur um langt skeið var rekstrarfélag Kvikmyndaskólans tekið til gjaldþrotaskipta í mars. Óljóst var með framtíð skólans þar til tæknifyrirtækið Rafmennt tók við rekstrinum. Fyrirtækið greindi frá því í júní að skráning væri hafin í skólann á ný. Böðvar Bjarki Pétursson stofnandi Kvikmyndaskólans lýsti yfir áhyggjum af rekstri skólans undir Rafmennt og sagðist ekki hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. „Alvarlegt brot gegn trausti“ Í yfirlýsingunni lýsa þau yfir furðu með þá stöðu sem er komin upp í kring um starfsemi skólans. Að þeim forspurðum hafi nöfn þeirra verið notuð til að beita þeim blekkingum hjá fyrirtækinu að um háskólastarfsemi sé að ræða í kvikmyndagerð hjá skólanum. „Það er alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum að auglýst sé háskólastarfsemi sem á sér ekki stað. Hvað þá að slík blekkingastarfsemi sé gerð í skjóli yfirvalda og með stuðningi þeirra,“ segir í yfirlýsingu Sigurjóns, Sigurðar og Þóru. Þau segjast í desember síðastliðnum hafa tekið þátt í innri úttekt sem leiddi í ljós að við skólann færi fram alþjóðlega samkeppnishæf háskólastarfsemi. Niðurstaða þeirrar úttektar hafi verið í samræmi við niðurstöður erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á skólanum árið 2022. „Það er því óskiljanlegt að stjórnvöld skuli hafa farið fram með þeim hætti sem þau hafa gert og rekið 30 ára starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands í þrot.“ Þau skora á Loga Má Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, að grípa til aðgerða og sjá til þess að háskólastarfsemi Kvikmyndaskólans sé gert kleift að standa undir nafni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55