Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar 7. ágúst 2025 10:01 Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í sumar fengu yfir fjörutíu einstaklingar loks aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð hjá SÁÁ á Vík. Þrátt fyrir að fjármunir hafi verið fyrir hendi hafa stjórnvöld síðustu ár tekið meðvitaða ákvörðun um að fjármagna ekki rekstur meðferðarheimilisins yfir sumarmánuðina. Afleiðingin hefur verið sú að veikum einstaklingum hefur í raun verið gert að senda grafalvarlegan sjúkdóm í „sumarfrí“. Afleiðingar þessara lokana hafa verið víðtækar, ekki aðeins fyrir þá sem þurfa á meðferð að halda, heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra, börn, foreldra og samfélagið í heild. Sumaropnun SÁÁ markar tímamót í baráttunni gegn fíknisjúkdómum á Íslandi og sýnir svart á hvítu hvernig pólitískur vilji getur leitt til raunverulegra umbóta. Inga Sæland hefur allt frá því að Flokkur fólksins tók fyrst sæti á Alþingi árið 2017 haft það eitt af sínu helsta baráttumáli að afnema það furðulega fyrirkomulag að loka lífsnauðsynlegum meðferðarúrræðum yfir sumarmánuðina. Því er sérstaklega ánægjulegt að sjá þessa baráttu skila árangri. Í fjáraukalögum í júní síðastliðnum samþykkti ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar 350 milljóna króna aukafjárveitingu til að efla úrræði í fíknimeðferð. Með þeirri ákvörðun hefur verið tryggt að: Engar sumarlokanir verða lengur hjá SÁÁ, Krýsuvíkursamtökunum eða meðferðarheimilinu Hlaðgerðarkoti; þessi úrræði geta nú haldist opin allan ársins hring. Göngudeildir geð- og fíknisjúkdóma á Landspítalanum hafa fengið aukið fjármagn til að styrkja þjónustuna og fjárstuðningur við ýmis skaðaminnkandi úrræði hefur verið aukinn. Þetta er skýrt dæmi um hvað getur gerst þegar ríkisstjórn setur fólkið og velferð þess í forgang. Það leiðir til raunverulegra breytinga sem hafa bein áhrif á líf einstaklinga, fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Þetta er kjarninn í því sem Flokkur fólksins stendur fyrir og við erum stolt af að hafa komið þessu máli í framkvæmd. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar