Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 10:32 Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Ég tel mikilvægt að skapa vettvang þar sem ólíkir einstaklingar og ólíkar nálganir fá að mætast. Það getur falið í sér list, hreyfingu, fræðslu og tengsl við jafningja. Í krefjandi aðstæðum sér maður að húmorinn skiptir marga máli. Því er gott að geti líka slegið á létta strengi og hlegið saman. Einn hlið endurhæfingar er að gefa tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og vekja áhuga á forsendum hvers og eins þar sem áherslan er á ferlið en ekki útkomuna. Tilgangur endurhæfingar er nefnilega ekki eingöngu að byggja upp styrk eða virkni heldur einnig að endurheimta sjálfstæði, byggja upp sjálfsmynd í nýjum líkama og finna tilgang. Þetta er allt saman partur af því að hlúa að líkama og sál á heildrænan hátt. Ég tel slíka nálgun vera öfluga leið til að viðhalda jákvæðri þátttöku, ekki bara meðan á formlegri endurhæfingu stendur, heldur einnig í daglegu lífi til framtíðar. Nú í ágúst og september stendur yfir sérstök afmælisdagskrá í Ljósinu, þar sem fjölbreytnin í starfsemi okkar verður enn meiri. Þar koma saman ólíkar greinar og sérfræðingar með mismunandi nálganir sem ég vona að þjónustuþegar Ljóssins eigi eftir að njóta góðs af. Með þessari dagskrá viljum við styrkja okkur fólk til framtíðar og sýna enn betur hversu mikilvægt það er að bjóða upp á fjölbreytta iðju í endurhæfingu. Höfundur er iðjuþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu hjá Ljósinu, þar sem unnið er með krabbameinsgreindum, sé ég daglega hversu öflug áhrif fjölbreytt iðja getur haft á þá sem sækja endurhæfingu. Þar eru allir að vinna að ákveðnum bata en engir tveir eru eins og það á einnig við um markmið þeirra, áskoranir og hvatningu til framfara. Ég tel mikilvægt að skapa vettvang þar sem ólíkir einstaklingar og ólíkar nálganir fá að mætast. Það getur falið í sér list, hreyfingu, fræðslu og tengsl við jafningja. Í krefjandi aðstæðum sér maður að húmorinn skiptir marga máli. Því er gott að geti líka slegið á létta strengi og hlegið saman. Einn hlið endurhæfingar er að gefa tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og vekja áhuga á forsendum hvers og eins þar sem áherslan er á ferlið en ekki útkomuna. Tilgangur endurhæfingar er nefnilega ekki eingöngu að byggja upp styrk eða virkni heldur einnig að endurheimta sjálfstæði, byggja upp sjálfsmynd í nýjum líkama og finna tilgang. Þetta er allt saman partur af því að hlúa að líkama og sál á heildrænan hátt. Ég tel slíka nálgun vera öfluga leið til að viðhalda jákvæðri þátttöku, ekki bara meðan á formlegri endurhæfingu stendur, heldur einnig í daglegu lífi til framtíðar. Nú í ágúst og september stendur yfir sérstök afmælisdagskrá í Ljósinu, þar sem fjölbreytnin í starfsemi okkar verður enn meiri. Þar koma saman ólíkar greinar og sérfræðingar með mismunandi nálganir sem ég vona að þjónustuþegar Ljóssins eigi eftir að njóta góðs af. Með þessari dagskrá viljum við styrkja okkur fólk til framtíðar og sýna enn betur hversu mikilvægt það er að bjóða upp á fjölbreytta iðju í endurhæfingu. Höfundur er iðjuþjálfi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar