Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 20:10 Tobias Thomsen verður í eldlínunni með Blikum. vísir / diego Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við lið Zrinjski Mostar frá Bosníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar ytra í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Breiðablik gerði það sem þurfti til fyrir síðari leikinn. Breiðablik fékk á sig sex mörk síðast þegar liðið mætti króatíska liðinu frá Bosníu, Zrinjski Mostar á Bijeli Brijeg-vellinum sumarið 2023. Mostar vann þá 6-2 sigur og sló Blika úr keppni eftir 1-0 sigur grænklæddra í Kópavogi viku fyrr. Halldór Árnason stillti upp fimm manna varnarlínu til að koma í veg fyrir endurtekningu á því í dag. Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Ásgeir Helgi Orrason voru þrír í þéttri þriggja miðvarðalínu með Kristinn Jónsson og Valgeir Valgeirsson í bakvarðastöðunum þeim við hlið. Sprellimark Blikar náðu forystunni eftir mikinn hamagang en vítaspyrna var dæmd þegar Tobias Thomsen var tekinn niður í teignum eftir fyrirgjöf. Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn en Goran Karacic varði spyrnu hans. Karacic hafði hins vegar stigið af línunni, varslan því ólögleg og endurtaka þurfti spyrnuna. Þá var það Tobias Thomsen sem skaut að marki, aftur varði Karacic, Thomsen náði frákastinu og í þriðja sinn varði Karacic en Thomsen tókst að skalla boltann inn eftir síðari vörsluna. Blikar lágu til baka með sína fimm manna varnarlínu gegn hægum sóknarleik Zrinjski og virtust lítið þurfa að hafa fyrir því að halda heimamönnum frá marki það sem eftir lifði hálfleiks. Ef ekki væri fyrir 30 gráðu hitann væri ekki svitadropa að finna á Antoni Ara Einarssyni, markverði Blika. Eitt augnablik einbeitingarleysis Síðari hálfleikurinn var svipaður og satt best að segja var þetta hreint ekki skemmtilegur fótboltaleikur áhorfs. Það var ekkert að frétta. Á köflum mátti þakka kaffinu fyrir að hreinlega væri hægt að halda sér vakandi. Blikar eiga aftur á móti hrós skilið fyrir vakanda sinn í varnarleiknum og ekkert út á þá að setja í leik sem þeir voru algjörlega með í teskeið. Fyrir utan einn pínu lítinn hluta leiks. Ásgeir Helgi Orrason missti einbeitinguna í eitt augnablik og það var allt sem þurfti. Hann braut á Jakov Pranjic innan teigs og vítaspyrna dæmd. Nemanja Bilbija skoraði af öryggi og 1-1 því úrslit leiksins. Enda gerðist ekkert í leiknum eftir vítaspyrnudóminn og markið, rétt eins og fyrir hlé. Breiðablik gerði því um betur frá því í síðustu heimsókn til Bosníu fyrir tveimur árum síðar og koma heim í stórfínni stöðu fyrir síðari leikinn. Sá fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn næsta og má fastlega gera ráð fyrir hærra skemmtanagildi en boðið var upp á í kvöld. Atvik leiksins Endurtekna vítaspyrnan, markið hjá Tobiasi og allt þar í kring. Stjörnur og skúrkar Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson bestir, enda varnarleikurinn til fyrirmyndar. Ásgeir Helgi með í þeim hópi en verður því miður að taka skúrkinn vegna vítaspyrnunnar sem réði úrslitum. Umgjörð og stemning Baulað á Bosníumenn í hálfleik verðskuldað. Annars fékk ég lítinn sans fyrir því sitjandi heima á klakanum. Dómarinn Kröfulítill leikur fyrir Enea Jorgji frá Albaníu sem gerði sitt. Evrópudeild UEFA Breiðablik
Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við lið Zrinjski Mostar frá Bosníu í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar ytra í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en Breiðablik gerði það sem þurfti til fyrir síðari leikinn. Breiðablik fékk á sig sex mörk síðast þegar liðið mætti króatíska liðinu frá Bosníu, Zrinjski Mostar á Bijeli Brijeg-vellinum sumarið 2023. Mostar vann þá 6-2 sigur og sló Blika úr keppni eftir 1-0 sigur grænklæddra í Kópavogi viku fyrr. Halldór Árnason stillti upp fimm manna varnarlínu til að koma í veg fyrir endurtekningu á því í dag. Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson og Ásgeir Helgi Orrason voru þrír í þéttri þriggja miðvarðalínu með Kristinn Jónsson og Valgeir Valgeirsson í bakvarðastöðunum þeim við hlið. Sprellimark Blikar náðu forystunni eftir mikinn hamagang en vítaspyrna var dæmd þegar Tobias Thomsen var tekinn niður í teignum eftir fyrirgjöf. Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn en Goran Karacic varði spyrnu hans. Karacic hafði hins vegar stigið af línunni, varslan því ólögleg og endurtaka þurfti spyrnuna. Þá var það Tobias Thomsen sem skaut að marki, aftur varði Karacic, Thomsen náði frákastinu og í þriðja sinn varði Karacic en Thomsen tókst að skalla boltann inn eftir síðari vörsluna. Blikar lágu til baka með sína fimm manna varnarlínu gegn hægum sóknarleik Zrinjski og virtust lítið þurfa að hafa fyrir því að halda heimamönnum frá marki það sem eftir lifði hálfleiks. Ef ekki væri fyrir 30 gráðu hitann væri ekki svitadropa að finna á Antoni Ara Einarssyni, markverði Blika. Eitt augnablik einbeitingarleysis Síðari hálfleikurinn var svipaður og satt best að segja var þetta hreint ekki skemmtilegur fótboltaleikur áhorfs. Það var ekkert að frétta. Á köflum mátti þakka kaffinu fyrir að hreinlega væri hægt að halda sér vakandi. Blikar eiga aftur á móti hrós skilið fyrir vakanda sinn í varnarleiknum og ekkert út á þá að setja í leik sem þeir voru algjörlega með í teskeið. Fyrir utan einn pínu lítinn hluta leiks. Ásgeir Helgi Orrason missti einbeitinguna í eitt augnablik og það var allt sem þurfti. Hann braut á Jakov Pranjic innan teigs og vítaspyrna dæmd. Nemanja Bilbija skoraði af öryggi og 1-1 því úrslit leiksins. Enda gerðist ekkert í leiknum eftir vítaspyrnudóminn og markið, rétt eins og fyrir hlé. Breiðablik gerði því um betur frá því í síðustu heimsókn til Bosníu fyrir tveimur árum síðar og koma heim í stórfínni stöðu fyrir síðari leikinn. Sá fer fram á Kópavogsvelli fimmtudaginn næsta og má fastlega gera ráð fyrir hærra skemmtanagildi en boðið var upp á í kvöld. Atvik leiksins Endurtekna vítaspyrnan, markið hjá Tobiasi og allt þar í kring. Stjörnur og skúrkar Damir Muminovic og Viktor Örn Margeirsson bestir, enda varnarleikurinn til fyrirmyndar. Ásgeir Helgi með í þeim hópi en verður því miður að taka skúrkinn vegna vítaspyrnunnar sem réði úrslitum. Umgjörð og stemning Baulað á Bosníumenn í hálfleik verðskuldað. Annars fékk ég lítinn sans fyrir því sitjandi heima á klakanum. Dómarinn Kröfulítill leikur fyrir Enea Jorgji frá Albaníu sem gerði sitt.
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti