Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2025 15:01 Adda og vinkonur hennar stukku upp úr sófanum og hlupu út eftir frægt sigurmark Macheda. Þær héldu áfram að hlaupa því þær þorðu ekki að horfa á lokasekúndur leiksins. Vísir/Getty Fjórir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir réði sér vart fyrir kæti þegar hinn 17 ára gamli Federico Macheda skoraði mark sem fór langt með að tryggja Manchester United enska meistaratitilinn árið 2009. United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
United háði mikla baráttu við Liverpool um titilinn tímabilið 2008-09 en aldrei komst Rafael Benítez, þáverandi þjálfari Liverpool, nær titlinum en það ár. Það gaf á bátinn hjá Púllurum á lokakafla mótsins á meðan United gerði sitt. Sigur liðsins á Aston Villa á Old Trafford seint á tímabilinu hafði mikið að segja um niðurstöðuna. Ásgerður, eða Adda, er mikill stuðningsmaður United og horfði á alla leiki með föður sínum. Sá við Aston Villa var engin undantekning. „United var búið að tapa tveimur leikjum á undan þessum, það voru margir leikmenn í banni. Ég man það því ég horfði iá alla leiki með pabba og hann kom alltaf til mín klukkutíma fyrir leik og sagði mér byrjunarliðið,“ Klippa: Enska augnablikið: Macheda tryggir United sigur „Við vorum alltaf allar vinkonurnar saman hjá mömmu og pabba að horfa leikina, klæddar í United treyjur. Það var alltaf mikið stuð. Ronaldo jafnar leikinn á 81. mínútu og svo kemur þetta mark í Fergie Time hjá Macheda“ segir Adda en markið skoraði Macheda á 93. mínútu. „Við vinkonurnar tryllumst og hlaupum út í garð hjá mömmu og pabba og þaðan út á göngustíg. Við hlaupum þar fram og til baka þangað til leikurinn var búinn, vegna þess að við treystum okkur ekki til að horfa á restina af leiknum,“ „Þetta er augnablik sem maður gleymir aldrei.“ United hafði einmitt tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir þennan sigur, þar á meðal 4-1 tap fyrir Liverpool á Old Trafford. Eftir sigurinn á Aston Villa átti United átta leiki eftir, vann sjö af þeim og gerði eitt jafntefli. Liðið vann titilinn með fjögurra stiga mun. Áðurnefndur Macheda skoraði einnig sigurmark í 2-1 sigri á Sunderland í næsta leik á eftir en segja má að sá ítalski hafi þarna toppað sínum ferli 17 ára gamall en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum í kjölfarið.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira