Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 15:02 Lárus Orri fékk ærið verkefni í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni þegar hann tókst á við Ruud van Nistelrooy, David Beckham og fleiri á Old Trafford. Lárus var ekki eins hárfagur í þá daga. Vísir/Getty Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Lárus Orri Sigurðsson gleymir seint fyrsta leiknum sem hann spilaði í deild þeirra bestu á Englandi. Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Lárus Orri hafði leikið á Englandi í níu leiktíðir, í bæði næst efstu og þriðju efstu deild, með Stoke og West Bromwich Albion þegar hann loks fékk tækifærið á stóra sviðinu. West Brom keypti Akureyringinn frá Stoke árið 1999 úr C-deildinni og glimrandi tímabil 2001-02 þýddi að WBA fór í efstu deild í fyrsta sinn frá árinu 1986. Það var því mikil spenna fyrir leiktíðinni 2002 til 2003 á meðal leikmanna og stuðningsmanna WBA. Ekki minnkaði hún þegar í ljós kom hver fyrsti andstæðingurinn yrði. „Mikil eftirvænting eftir að við unnum okkur sæti í Premier League og ekki varð spennan minni þegar kom í ljós að fyrsti leikur yrði við Manchester United á Old Trafford,“ segir Lárus Orri. „Man vel eftir öllu í aðdraganda leiksins. Aðkomunni vellinum, upphituninni, klefanum og að standa í horni leikvangsins við hliðina á öllum þessum stórstjörnum á leið út á völlinn.“ Veron í leik með Man United.Eddy LEMAISTRE/Getty Images Manchester United var sannarlega stappfullt af stjörnum á þessum tíma. Svo fullt að Paul Scholes byrjaði á varamannabekknu. David Beckham, Ryan Giggs, Roy Keane og Ruud van Nistelrooy voru aftur á móti í byrjunarliðinu líkt og Argentínumaðurinn Juan Sebastián Verón sem hafði ári fyrr orðið dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar United keypti hann frá Lazio. „En svo um leið og loksins var flautað til leiks það voru þetta bara ellefu á moti ellefu að berjast fyrir sigrinum. Umhverfið og áhorfendur urðu svo bara hluti af því hvernig þú einhvern veginn upplifir þessi 60 til 70 þúsund manns bara sem eitt eða einn. Það er aðeins erfitt að útskýra,“ segir Lárus. Það er vissulega ekki á hvers færi að spila fótboltaleiki fyrir framan tugi þúsunda en stemningin á Old Trafford var iðulega góð á þessum árum og áttu stuðningsmenn liðsins til, ásamt liðinu, að draga inn sigurmark í jöfnum leikjum. Klippa: Enska augnablikið: Lárus Orri spilaði fyrsta leikinn á Old Trafford Svo var raunin þennan laugardag í ágúst 2002. „Leikurinn endaði 1-0 og í stöðunni 0-0 í seinni hálfleik misstum við fyrirliðann okkar af velli með rautt spjald,“ segir Lárus Orri frá en Ole Gunnar Solskjær skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins þegar um tíu mínútur lifðu leiks, eftir að hafa komið inn fyrir áðurnefndan Verón. Það var ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem Solskjær skoraði sigurmark seint í leik eftir að hafa komið inn af bekknum. „Þetta var eftirminnileg frumraun í deildinni,“ segir Lárus. Markið má sjá í spilaranum að ofan en þar sést sköllóttur Lárus Orri, sem er umtalsvert hárfegurri í dag, reyna hvað hann getur að stöðva Solskjær eftir það sem virðist heldur áhugalítill varnarleikur Darrens Moore, félaga hans í vörninni. Moore átti síðar eftir að stýra WBA í ensku úrvalsdeildinni en sá þjálfar í dag lið Port Vale. Sigurmark Solskjærs má sjá í spilaranum. Lárus Orri verður sérfræðingur í þáttagerð Sýnar Sport í kringum ensku úrvalsdeildina í vetur og mun gera umferðirnar upp í Sunnudagsmessunni ásamt fleiri góðum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. 9. ágúst 2025 08:02