Esjan snjólaus og það óvenju snemma Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 10:14 Mynd tekin í gær sýnir algerlega snjólausa Esju. Árni Sigurðsson Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn, óvenju snemma á árinu. Einungis tvisvar sinnum áður hefur skaflinn horfið fyrr á árinu, árin 1941 og 2010, en þau ár hvarf hann í júlí. Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september. Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Síðasti snjórinn hefur líklega bráðnað þann 5. eða 6. ágúst, að sögn Árna Sigurðssonar sérfræðingi í mælarekstri hjá Veðurstofunni, sem fjallar um skaflinn í grein á vef Veðurstofunnar. Eftir 2010 kólnaði lítillega á ný, og skaflinn hvarf aðeins árið 2012 og 2019, þá í september. Árið 2023 hvarf hann kringum 26. ágúst og árið 2024 kringum 19. ágúst. Nú, árið 2025, hverfur hann fyrr en öll þessi ár, og markar því þau tímamót að um ræðir fyrsta skiptið í fimmtán ár sem hann hverfur fyrir miðjan ágústmánuð. Talið er að hlýindakafli í maí hafi haft afgerandi áhrif í ár, ásamt snjóléttum vetri og þurru, björtu sumri á suðvesturhorninu. Samverkandi áhrif slíkra skilyrða, það er lítil snjómyndun að vetri og hlýindi snemma sumars, stuðla að því að skaflinn bráðni fyrr en venjulega. Skaflinn í Gunnlaugsskarði hefur lengi vakið athygli íbúa við sunnanverðan Faxaflóa og er oft talinn óformlegur mælikvarði á tíðarfar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst hefur verið með honum allt frá 19. öld, bæði með mælingum og munnlegum heimildum. Fyrsta staðfesta horf skaflsins var í ágúst 1929, og næstu ár, einkum á tímabilinu 1931 til 1936, hvarf hann árlega yfirleitt í ágúst. Árið 1941 hvarf hann í júlí, sem þótti þá fordæmalaust. Sama gerðist á ný árið 2010. Eftir 1964 hófst kuldatímabil sem stóð í þrjá áratugi. Skaflinn breyttist smám saman í íshellu sem hvarf ekki fyrr en í ágúst 1998. Þá tók við hlýindaskeið: frá 2001 til 2010 hvarf skaflinn öll sumur, oft í ágúst og stundum seint í september.
Esjan Veður Fjallamennska Reykjavík Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira