Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar 9. ágúst 2025 13:00 Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Málefni trans fólks Gleðigangan Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun