Innlent

Lög­reglan tekur leigubílamálin fastari tökum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögreglan hyggst fylgjast betur með leigubílamálunum á Leifsstöð.
Lögreglan hyggst fylgjast betur með leigubílamálunum á Leifsstöð. Aðsend

Lögreglan á Suðurnesjum hyggist taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikil hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum.

Ástandið í leigubílaröðinni hefur verið gagnrýnd harkalega og upp hafa komið sögur um að okrað sé á ferðamönnum og þeim neitað um far sé túrinn of stuttur. Eyjólfur Ármansson innviðaráðherra hefur heitið að breyta leigubílalögum og koma stöðvar- og gjaldmælaskyldu aftur á. Þá hefur einnig verið fastur starfsmaður Isavia sinnt eftirliti með leigubílasvæðinu á háannatíma.

Að minnsta kosti tveir lögreglubílar gáðu í dag að réttindum leigubílstjóra sem sóttu farþega eða skiluðu í flugstöðina. Samkvæmt sjónarvottum komu lögreglubílarnir sér fyrir á bílastæði flugstöðvarinnar upp úr hádegi og stöðvuðu aðeins leigubíla.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum er þetta liður í átaki um eftirlit með leigubílum á flugstöðinni. Allir leigubílstjórar sem áttu leið um völlinn eftir hádegi í dag voru krafnir um að framvísa tilskildum réttindum og leyfi til atvinnuaksturs frá Samgöngustofu.

Vakthafandi hjá lögreglunni segir eftirlitið hafa gengið vel hingað til og að það heyri til undantekninga að leigubílstjórar séu gripnir réttindalausir. Til að mynda sé ekkert brot skráð í rassíunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×