Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 08:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir þríhliðafundi með leiðtogum Rússlands og Úkraínu. EPA Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira