Innlent

Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gamla viðvörunarskiltið fauk fyrir nokkrum mánuðum.
Gamla viðvörunarskiltið fauk fyrir nokkrum mánuðum. Ferðamálastofa

Rautt ljós mun loga 30 prósent oftar í Reynisfjöru eftir endurmat á hættustigum. Nýju viðvörunarskilti var komið upp í fjörunni á laugardag.

Frá þessu greinir RÚV.

Nýja skiltið kemur í stað annars sem fauk fyrir einhverjum mánuðum en bæði sýna viðvörunarstigið í Reynisfjöru með grænu, gulu eða rauðu ljósi.

RÚV hefur eftir Ferðamálastofu að eftir endurmat á forsendum hættustigs vegna ölduhæðar muni rauða ljósið loga 30 prósent oftar en áður. Við þær aðstæður verður fjörunni lokað en gert er ráð fyrir að lokunarhlið verði komið upp í næstu viku.

Ekki er búið að koma fyrir neinum björgunarbúnaði í fjörunni, samkvæmt frétt RÚV.

Níu ára þýsk stúlka sem var á ferðalagi með fjölskyldu sinni lést við Reynisfjöru 2. ágúst síðastliðinn, eftir að hafa sogast út í sjó. Faðir stúlkunnar og systir lentu einnig í sjónum en komust í land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×