„Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 15:36 Matthías lýsir því að hafa ekki átt aðkomu að málinu fyrr en hann fékk símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu sína við Hellisheiðarvirkjun. Nokkrum klukkustundum síðar fannst 65 ára karlmaður nær dauða en lífi í Gufunesi. Vísir/Anton Brink Matthías Björn Erlingsson, nítján ára karlmaður sem sætir ákæru í Gufunesmálinu fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og fjárkúgun, segist hafa fengið símtal frá Stefáni Blackburn um aðstoð við að hlaða Teslu hans. Þegar hann hafi mætt á svæðið hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. Þetta kemur fram í viðtali DV við Matthías Björn um helgina. Auk Matthíasar og Stefáns er Lúkas Geir Ingvarsson ákærður fyrir sömu brot. Karlmaður á sjötugsaldri fannst illa útleikinn á göngustíg í Grafarvogi og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Atburðirnir gerðust í mars síðastliðnum og verður mál héraðssaksóknara flutt fyrir Héraðsdómi Suðurlands eftir tvær vikur. Auk þeirra þriggja er 19 ára karlmaður og tvítug kona ákærð fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og rán. Tengsl við tálbeituaðgerð Fimmmenningarnir neita öll sök. Ólíkt þeim Stefáni og Lúkasi Geir á Matthías Björn sér ekki sögu fyrir dómi. Hann er þó meðal þeirra sem eru til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um að hafa átt aðild að líkamsárás sem hluti af tálbeituaðgerð á Akranesi í vetur. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi brotaþoli í því máli, fullorðinn karlmaður, sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Fanney Björk Frostadóttir, saksóknari í Gufunesmálinu, lagði við fyrirtöku málsins á Selfossi í morgun fram gögn sem sögð eru sýna fram á að Lúkas Geir hafi áður beitt tálbeituaðferðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs, mótmælti framlagningu gagnanna og vísaði til þess að meðferð þess máls væri ekki lokið. Dómari tekur ákvörðun um hvort saksóknari fái að leggja gögnin fram. Hvattur til að taka skellinn Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í síðustu viku að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Skilinn eftir og fannst fjórum tímum síðar Saksóknari lýsir atburðarásinni í ákæru þar sem segir að Stefán og Lúkas hafi með aðstoð ungu konunnar narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára íbúa í Þorlákshöfn, af heimili hans og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Svo segir í ákærunni að Stefán og Lúkas hafi beðið Matthías Björn um að hitta þá við Hellisheiðarvirkjun. Þaðan hafi Matthías ekið með Hjörleif að iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi Stefán og Lúkas beitt Hjörleif frekara ofbeldi með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Næst hafi þeir ekið með Hjörleif í Gufunes, beitt hann áfram ofbeldi og loks tekist ætlunarverk sitt; að fá upplýsingar til að geta millifært peninga af bankareikningi Hjörleifs inn á reikning nítján ára karlmanns sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peninga um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi er hópurinn í ákæru sagður hafa skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann lést á sjúkrahúsi sama morgun. „Hún leiðir gæjann út“ Matthías segist í viðtali við DV hafa fengið símtal frá Stefáni því þá hafi vantað aðstoð við að hlaða Teslu sem Stefán ók. Hann hafi því farið og hitt þá við Hellisheiðarvirkjun. Þá hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. „Þetta var sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í,“ segir Matthías. Honum hafi bara verið sagt að keyra og elta. Þá hafi Stefán hringt í eiginkonu Hjörleifs úr síma Matthíasar. „Stefán tók af mér símann til að nota hann og ég fékk ekkert að segja um það. Hann hringdi úr honum.“ Má af orðum Matthíasar skilja að hann líti svo á að hann hafi einfaldlega hlýtt skipunum og ekki þorað annað. Vill hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, sé meiri en hans. „Hún er með meiri þátttöku í þessu en ég. Hún er grundvöllurinn að því að þetta gerðist. Hún leiðir gæjann út og allt það. Mér finnst skrýtið að hún sé ekki ákærð fyrir manndráp fyrst ég er það. Hún vissi hvað var að fara að gerast.“ Aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali DV við Matthías Björn um helgina. Auk Matthíasar og Stefáns er Lúkas Geir Ingvarsson ákærður fyrir sömu brot. Karlmaður á sjötugsaldri fannst illa útleikinn á göngustíg í Grafarvogi og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Atburðirnir gerðust í mars síðastliðnum og verður mál héraðssaksóknara flutt fyrir Héraðsdómi Suðurlands eftir tvær vikur. Auk þeirra þriggja er 19 ára karlmaður og tvítug kona ákærð fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og rán. Tengsl við tálbeituaðgerð Fimmmenningarnir neita öll sök. Ólíkt þeim Stefáni og Lúkasi Geir á Matthías Björn sér ekki sögu fyrir dómi. Hann er þó meðal þeirra sem eru til rannsóknar hjá lögreglu grunaður um að hafa átt aðild að líkamsárás sem hluti af tálbeituaðgerð á Akranesi í vetur. Samkvæmt heimildum fréttastofu taldi brotaþoli í því máli, fullorðinn karlmaður, sig vera að fara að hitta stúlku við fermingaraldur þegar ráðist var á hann. Fanney Björk Frostadóttir, saksóknari í Gufunesmálinu, lagði við fyrirtöku málsins á Selfossi í morgun fram gögn sem sögð eru sýna fram á að Lúkas Geir hafi áður beitt tálbeituaðferðum. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Lúkasar Geirs, mótmælti framlagningu gagnanna og vísaði til þess að meðferð þess máls væri ekki lokið. Dómari tekur ákvörðun um hvort saksóknari fái að leggja gögnin fram. Hvattur til að taka skellinn Stefán Blackburn, sem er 33 ára, á að baki langan sakarferil meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Lúkas Geir er 22 ára en hann hefur hlotið skilorðsbundinn dóm fyrir að höfuðkúpubrjóta mann í miðbæ Reykjavíkur árið 2021. Fjallað var um það í síðustu viku að Lúkas Geir hefði gert tilraun til að láta Matthías Björn taka á sig sökina í málinu á meðan þremenningarnir sættu einangrun í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði. Vísir hefur fjallað um bréf sem Lúkas skrifaði, ætlað Matthíasi, sem erlendur fangi fann á útisvæði fangelsisins og afhenti fangaverði. Í bréfinu, sem var handskrifað, er vísað til ungs aldurs Matthíasar Björns og fullyrt að hann fengi í mesta lagi átján mánaða dóm ef hann tæki á sig sökina. Hann kæmi út sem „legend“ eða goðsögn. Skilinn eftir og fannst fjórum tímum síðar Saksóknari lýsir atburðarásinni í ákæru þar sem segir að Stefán og Lúkas hafi með aðstoð ungu konunnar narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára íbúa í Þorlákshöfn, af heimili hans og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Svo segir í ákærunni að Stefán og Lúkas hafi beðið Matthías Björn um að hitta þá við Hellisheiðarvirkjun. Þaðan hafi Matthías ekið með Hjörleif að iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi Stefán og Lúkas beitt Hjörleif frekara ofbeldi með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Næst hafi þeir ekið með Hjörleif í Gufunes, beitt hann áfram ofbeldi og loks tekist ætlunarverk sitt; að fá upplýsingar til að geta millifært peninga af bankareikningi Hjörleifs inn á reikning nítján ára karlmanns sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peninga um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi er hópurinn í ákæru sagður hafa skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann lést á sjúkrahúsi sama morgun. „Hún leiðir gæjann út“ Matthías segist í viðtali við DV hafa fengið símtal frá Stefáni því þá hafi vantað aðstoð við að hlaða Teslu sem Stefán ók. Hann hafi því farið og hitt þá við Hellisheiðarvirkjun. Þá hafi verið þar maður með poka yfir hausnum. „Þetta var sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í,“ segir Matthías. Honum hafi bara verið sagt að keyra og elta. Þá hafi Stefán hringt í eiginkonu Hjörleifs úr síma Matthíasar. „Stefán tók af mér símann til að nota hann og ég fékk ekkert að segja um það. Hann hringdi úr honum.“ Má af orðum Matthíasar skilja að hann líti svo á að hann hafi einfaldlega hlýtt skipunum og ekki þorað annað. Vill hann meina að þáttur konunnar, sem ákærð er fyrir hlutdeild í frelsissviptingu, sé meiri en hans. „Hún er með meiri þátttöku í þessu en ég. Hún er grundvöllurinn að því að þetta gerðist. Hún leiðir gæjann út og allt það. Mér finnst skrýtið að hún sé ekki ákærð fyrir manndráp fyrst ég er það. Hún vissi hvað var að fara að gerast.“ Aðalmeðferð í málinu hefst þann 25. ágúst.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira