Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 12:01 Jess Carter (til hægri) hafði miklar áhyggjur fyrir hönd Lauren James ef hún ein hefði klikkað í vítaspyrnukeppni Englands og Svíþjóðar á EM. getty/Harriet Lander Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM. England vann Svíþjóð, 2-3, í einhverri skrautlegustu vítakeppni sem um getur í átta liða úrslitum á EM. Hvorki fleiri né færri en níu spyrnur fóru í súginn. James var ein þeirra sem mistókst að skora úr sinni spyrnu og Carter hafði áhyggjur af kynþáttafordómunum sem biðu hennar ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á vítapunktinum. „Það er hræðilegt að segja en það var nánast léttir þegar aðrir leikmenn, sem eru ekki dökkir á hörund, klúðruðu vítum því kynþáttafordómarnir sem hefðu beðið LJ væru stjarnfræðilegir,“ sagði Carter. „Þetta er ekki vegna þess að við vildum að þeim mistækist, heldur vegna þess að við vitum hvernig þetta verður fyrir okkur svörtu leikmennina ef við klikkum.“ Beth Mead, Alex Greenwood og Grace Clinton klúðruðu sínum spyrnum í vítakeppninni líkt og James. Carter varð fyrir kynþáttafordómum á meðan á Evrópumótinu stóð og dró sig í hlé frá samfélagsmiðlum vegna þess. Hún segir að hún hafi verið óttaslegin vegna fordómanna, sérstaklega fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni. Hún lék samt allan leikinn í miðri vörn Englands ásamt fyrirliðanum Leah Williamson. Carter, sem er 27 ára, hefur spilað 51 landsleik fyrir England og skorað tvö mörk. Hún hefur leikið með Gotham í Bandaríkjunum frá því í fyrra en var áður hjá Birmingham City og Chelsea. EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
England vann Svíþjóð, 2-3, í einhverri skrautlegustu vítakeppni sem um getur í átta liða úrslitum á EM. Hvorki fleiri né færri en níu spyrnur fóru í súginn. James var ein þeirra sem mistókst að skora úr sinni spyrnu og Carter hafði áhyggjur af kynþáttafordómunum sem biðu hennar ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á vítapunktinum. „Það er hræðilegt að segja en það var nánast léttir þegar aðrir leikmenn, sem eru ekki dökkir á hörund, klúðruðu vítum því kynþáttafordómarnir sem hefðu beðið LJ væru stjarnfræðilegir,“ sagði Carter. „Þetta er ekki vegna þess að við vildum að þeim mistækist, heldur vegna þess að við vitum hvernig þetta verður fyrir okkur svörtu leikmennina ef við klikkum.“ Beth Mead, Alex Greenwood og Grace Clinton klúðruðu sínum spyrnum í vítakeppninni líkt og James. Carter varð fyrir kynþáttafordómum á meðan á Evrópumótinu stóð og dró sig í hlé frá samfélagsmiðlum vegna þess. Hún segir að hún hafi verið óttaslegin vegna fordómanna, sérstaklega fyrir úrslitaleikinn gegn Spáni. Hún lék samt allan leikinn í miðri vörn Englands ásamt fyrirliðanum Leah Williamson. Carter, sem er 27 ára, hefur spilað 51 landsleik fyrir England og skorað tvö mörk. Hún hefur leikið með Gotham í Bandaríkjunum frá því í fyrra en var áður hjá Birmingham City og Chelsea.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira