Íslenski boltinn

„Dóri verður að hætta þessu væli“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Árnason gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í fyrra.
Halldór Árnason gerði Breiðablik að Íslandsmeisturum í fyrra. vísir/diego

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er orðinn þreyttur á því sem honum finnast vera tíðar afsakanir Halldórs Árnasonar, þjálfara Breiðabliks, í viðtölum eftir leiki.

Breiðablik tapaði 2-1 fyrir Val í Bestu deild karla á sunnudaginn. Eftir leikinn sagði Halldór að Valsmenn hefðu snúið leiknum sér í vil með langspyrnum og föstum leikatriðum.

Alberti leiðist hvernig Halldór talar í viðtölum eftir leiki.

„Dóri verður að hætta þessu væli. Eftir hvern einasta leik er einhver afsökun. Hann laumar alltaf inn einhverri afsökun,“ sagði Albert í Stúkunni í gær.

„KA voru betri í seinni hálfleik í síðasta leik út af vindinum. Núna voru Valsmenn að sleppa einhver brot. Blikar nýttu bara ekki sína kafla í þessum leik, sóknarlínan var ekki góð og gegn KA voru þeir bara lélegir.“

Klippa: Stúkan - Segir þjálfara Breiðabliks með sífelldar afsakanir

Breiðablik er í 3. sæti Bestu deildarinnar með 32 stig eftir átján umferðir, fimm stigum á eftir toppliði Vals.

Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma

Valur opnaði fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með því að vinna Breiðablik í 18. umferð deildarinnar í kvöld. Blikar komust yfir í upphafi leiks en tvö mörk eftir hornspyrnur í seinni hálfleik komu Val yfir línuna. Orri Sigurður Ómarsson tryggði sigurinn með skall í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×