Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2025 10:26 Málið varðar atvik sem áttu sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar. Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir áfrýjun málsins í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Í málinu var litháískur karlmaður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem var sögð hafa orðið til þess að Litái á fertugsaldri hlaut bana af. Hin meinta árás mun hafa átt sér stað í sumarhúsi í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi á laugardagsmorgni þann 20. apríl í fyrra. Litháanum var gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi sem beindist að höfði, hálsi og líkama hans. Fyrir vikið hefði hann hlotið margþætta áverka. Hann er talinn hafa látist vegna heilaáverka. Mennirnir bjuggu í bústaðnum í vinstra horninu en unnu að þeim sem er í því hægra.Vísir/Vilhelm Eina beina ofbeldislýsingin í ákæru héraðssaksóknara var að hinn grunaði var sagður hafa slegið landa sinn tvívegis meðan hann sat í stól sem varð til þess að hann féll til jarðar. Sú lýsing var frá árásarmanninum sem neitaði sök varðandi manndráp. Hann viðurkenndi þó að hafa einmitt löðrungað manninn tvisvar en ekkert meira en það. Héraðsdómur sagði ekki liggja fyrir beina sönnun þess að árás árásarmannsins hefði verið grófari eða ofsafengnari en sú sem hann viðurkenndi. Þá væri ósamræmi í framburði hans ekki þess eðlis að það veitti sönnun um að hann hefði valdið dauða landa síns. „Miðað við sönnunarfærslu, skýrslu réttarlækna og framburðar annars þeirra, orsakir andlátsins og hvernig verknaðarlýsingu ákæru er háttað yrði sakfelling samkvæmt því á grundvelli ákærunnar ekki að mati dómsins hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir í dómnum. Maðurinn var hins vegar sakfelldur fyrir minni háttar líkamsárás. Hæfileg refsing fyrir það var að mati dómsins tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Litið var til þess að maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um brot hér á landi og vegna þess að hann játaði. Mennirnir voru allir við störf við byggingu sumarhúss í Grímsnesi. Málið kemur nú til kasta Landsréttar.
Manndráp í Kiðjabergi Dómsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira