Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 15:48 Frá vinstri: Kristján Jón Jónatansson, framkvæmdastjóri Klínikunnar, Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúlkratrygginga, Alma D. Möller heilbrigðisráðherra, Hannes Sigurjónsson, læknir hjá Læknahúsinu DEA Medica, og Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stoðkerfa. Vísir/Bjarni Sjúkratryggingar Íslands, Klíníkin Ármúla ehf. og Stoðkerfi ehf., í samstarfi við Læknahúsið DEA Medica, hafa gert með sér samning um framkvæmd liðskipta-, bak-, kviðsjár-, og brjóstaminnkunaraðgerða með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til næstu þriggja ára. Heilbrigðisráðherra, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og forsvarsmenn þjónustuveitenda staðfestu samninginn í höfuðstöðvum SÍ í dag, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að bætt aðgengi sjúklinga að nauðsynlegri þjónustu, skýrari umgjörð hennar og stytting biðlista eru helstu markmið samningsins. Miðað við fyrirliggjandi fjármagn tryggi samningarnir um þúsund aðgerðir á ársgrundvelli, þar af um sex hundruð liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og sextíu brjóstaminnkunaraðgerðir. Í samningunum felist sveigjanleiki sem gerir kleift að fjölga aðgerðum innan hvers árs, fáist til þess auknar fjárveitingar, og ekki þurfi að semja um það sérstaklega. Eins sé hægt að beina auknu fjármagni í tiltekna aðgerðaflokka umfram aðra ef þess gerist þörf. Aðgerðir ekki gerðar án greiðsluþátttöku Í samningnum sé sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir aðilar sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera aðgerðir af sama tagi án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef brýn nauðsyn krefst geti þjónustuaðili þó sótt um undanþágu til SÍ frá þessu ákvæði sem afgreidd er í ljósi þess hvort undanþágubeiðnin byggi á málefnalegum sjónarmiðum. „Ég tel þetta góða og skynsamlega samninga þar sem hagsmunir sjúklinganna, gæði þjónustunnar, skilvirkni og hagkvæmni eru í fyrirrúmi. Þetta eru jafnframt fyrstu heildstæðu langtímasamningarnir um þessa þjónustu. Það skapar sjúklingum og þjónustuveitendum aukinn fyrirsjáanleika sem er ótvíræður hagur beggja. Fyrst og síðast er markmiðið að stytta biðlista og þar með bið sjúklinga eftir þessum mikilvægu og lífsbætandi aðgerðum“ er haft eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands tekur í sama streng: „Með þeim er almenningi tryggt bætt aðgengi að brýnni þjónustu, sem mun stytta biðlista og létta álagi af Landspítala og öðrum sjúkrahúsum. Með langtímasamningum tryggjum við meiri stöðugleika og við höfum stigið mikilvæg skref til að treysta gæði og umgjörð þjónustunnar.“ Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og forsvarsmenn þjónustuveitenda staðfestu samninginn í höfuðstöðvum SÍ í dag, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að bætt aðgengi sjúklinga að nauðsynlegri þjónustu, skýrari umgjörð hennar og stytting biðlista eru helstu markmið samningsins. Miðað við fyrirliggjandi fjármagn tryggi samningarnir um þúsund aðgerðir á ársgrundvelli, þar af um sex hundruð liðskiptaaðgerðir, um 170 bakaðgerðir, 170 kviðsjáraðgerðir og sextíu brjóstaminnkunaraðgerðir. Í samningunum felist sveigjanleiki sem gerir kleift að fjölga aðgerðum innan hvers árs, fáist til þess auknar fjárveitingar, og ekki þurfi að semja um það sérstaklega. Eins sé hægt að beina auknu fjármagni í tiltekna aðgerðaflokka umfram aðra ef þess gerist þörf. Aðgerðir ekki gerðar án greiðsluþátttöku Í samningnum sé sérstaklega er kveðið á um að almennt skuli þeir aðilar sem framkvæma aðgerðir á grundvelli samningsins ekki gera aðgerðir af sama tagi án greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Ef brýn nauðsyn krefst geti þjónustuaðili þó sótt um undanþágu til SÍ frá þessu ákvæði sem afgreidd er í ljósi þess hvort undanþágubeiðnin byggi á málefnalegum sjónarmiðum. „Ég tel þetta góða og skynsamlega samninga þar sem hagsmunir sjúklinganna, gæði þjónustunnar, skilvirkni og hagkvæmni eru í fyrirrúmi. Þetta eru jafnframt fyrstu heildstæðu langtímasamningarnir um þessa þjónustu. Það skapar sjúklingum og þjónustuveitendum aukinn fyrirsjáanleika sem er ótvíræður hagur beggja. Fyrst og síðast er markmiðið að stytta biðlista og þar með bið sjúklinga eftir þessum mikilvægu og lífsbætandi aðgerðum“ er haft eftir Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra. Sigurður Helgi Helgason forstjóri Sjúkratrygginga Íslands tekur í sama streng: „Með þeim er almenningi tryggt bætt aðgengi að brýnni þjónustu, sem mun stytta biðlista og létta álagi af Landspítala og öðrum sjúkrahúsum. Með langtímasamningum tryggjum við meiri stöðugleika og við höfum stigið mikilvæg skref til að treysta gæði og umgjörð þjónustunnar.“
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira